Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fös 04. október 2024 17:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bann Pogba stytt verulega eftir áfrýjun
Mynd: Getty Images

Paul Pogba var dæmdur í fjögurra ára bann fyrr á þessu ári fyrir að taka inn ólögleg lyf. Dómnum var áfrýjað og það hefur borðið árangur því hann mun aðeins taka út bann í 18 mánuði.


Hann fékk hámarksrefsingu þar sem metið var svo að hann hafi notað ólöglega lyfið viljandi. Lyfið sem hann notaði heitir DHEA en umrætt lyf er ster­a­lyf og það er á bann­lista Alþjóðalyfjaeftirlitsins.

Daily Mail greinir frá því að hann muni mæta aftur til æfinga hjá Juventus í janúar og verður kominn út á völl í fyrsta lagi í mars.

Þessi 31 árs gamli miðjumaður getur því byrjað að spila fótbolta aftur en hætta var á því að hann hefði lagt skóna á hilluna áður en hann væri búinn að taka út bannið.


Athugasemdir
banner
banner
banner