
Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir og stöllur hennar í Häcken unnu 2-0 sigur á botnliði Alingsås í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Fanney Inga kom til Häcken frá Val í byrjun árs en fengið fá tækifæri í rammanum.
Hún fékk tækifærið í dag og hélt í annað sinn hreinu, en þetta var þriðji deildarleikur hennar með Häcken.
Häcken er á toppnum með 49 stig þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu.
Bergrós Ásgeirsdóttir var í byrjunarliði Aarau sem gerði 1-1 jafntefli við Rappserwil-Joina í svissnesku úrvalsdeildinni. Aarau er í næst neðsta sæti með 2 stig eftir sjö leiki.
Íris Ómarsdóttir byrjaði hjá Fiorentina sem tapaði fyrir Napoli, 1-0, í 1. umferð Seríu A. Katla Tryggvadóttir, sem kom frá Kristianstad fyrir tímabilið, kom inn af bekknum í síðari hálfleik.
Athugasemdir