mið 04. nóvember 2020 18:52
Sverrir Örn Einarsson
Pétur Péturs: Kláruðum þennan leik í fyrri hálfleik
Pétur Pétursson
Pétur Pétursson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Pétursson þjálfari Vals hafði ástæðu til þess að gleðjast eftir 3-3 - 0 sigur hans kvenna á liðið HJK í forkeppni Meistaradeildarinnar. Með sigrinum stígur Valur eitt skref í átt að 32 liða úrslitum keppninar og verður í pottinum þegar dregið verður i 2.umferð næstkomandi föstudag.

„Mér fannst við byrja þennan leik vel. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og við kláruðum þennan leik í fyrri hálfleik svo ég er bara mjög ánægður hvernig stelpurnar spiluðu þennan leik,“

Framan af leik virtist talsverður getumunur á liðunum og Valskonum gekk vel að finna opin svæði, halda boltanum og skapa hættu. Pétur og Eiður þjálfarar Vals höfðu greinilega kortlagt andstæðingin vel og fundið tækifærin til að sækja á þær.

„Já við höfðum svona vissar hugmyndir um það og settum það þannig upp og stelpurnar gerðu þetta svo mjög vel sjálfar.“

Eins og áður segir er Valur í pottinum þegar dregið verður á föstudag og vonast Pétur að sjálfsögðu eftir heimaleik.

„Já það væri náttúrulega best ef það er hægt svo við vonum það.“

Sagði Pétur að lokum.

Vegna vandamála með hljóð reyndist ekki unnt að birta myndband með viðtali við Pétur.
Athugasemdir
banner
banner
banner