Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
   fim 04. nóvember 2021 17:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heiðar: Valur með skýra stefnu á að vinna titla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Ægisson skrifaði undir þriggja ára samning við Val í dag en hann kemur frá Stjörnunni.

Þessi 26 ára gamli leikmaður er uppalinn hjá Stjörnunni. Hans aðalstaða er hægri bakvörður en hann er fjölhæfur og getur leyst ýmsar aðrar stöður.

Hann var til viðtals hjá Fótbolta.net við undirskriftina í dag.

„Þetta er skrítin tilfinning, það er erfitt að klippa á naflastrenginn maður er búinn að vera lengi hjá Stjörnunni og skapa geggjaðar minningar og ótrúlega gaman að skrifa sögu þeirra. Nú eru nýir tímar og ég er gífurlega spenntur fyrir því sem koma skal hjá Val," sagði Heiðar.

Honum fannst vera kominn tími á nýja áskorun.

„Já ég held það. Valur er með svo skýra kröfu á að vinna titla og komast í Evrópu, það seldi mig og þess vegna er ég kominn hingað."

Það fylgir því gríðarleg pressa að spila fyrir félag eins og Val. Heiðar segist vera góður undir pressu.

„Það er ekkert gaman af þessu ef það er ekki pressa. Ég er fínn undir pressu, þetta eru spennandi tímar og ég hlakka til."

Hann ræddi við nokkur önnur félög áður en hann skrifaði undir hjá Val.

„Ég fékk nokkur spennandi tilboð, ég er mjög þakklátur fyrir þann áhuga sem mér var sýndur en um leið og Valur kom inn í myndina voru hlutirnir fljótir að gerast og hér stend ég."

Heiðar sendir Stjörnumönnum kveðju - „Erfið ákvörðun"
Athugasemdir
banner
banner
banner