Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 04. nóvember 2021 17:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heiðar: Valur með skýra stefnu á að vinna titla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Ægisson skrifaði undir þriggja ára samning við Val í dag en hann kemur frá Stjörnunni.

Þessi 26 ára gamli leikmaður er uppalinn hjá Stjörnunni. Hans aðalstaða er hægri bakvörður en hann er fjölhæfur og getur leyst ýmsar aðrar stöður.

Hann var til viðtals hjá Fótbolta.net við undirskriftina í dag.

„Þetta er skrítin tilfinning, það er erfitt að klippa á naflastrenginn maður er búinn að vera lengi hjá Stjörnunni og skapa geggjaðar minningar og ótrúlega gaman að skrifa sögu þeirra. Nú eru nýir tímar og ég er gífurlega spenntur fyrir því sem koma skal hjá Val," sagði Heiðar.

Honum fannst vera kominn tími á nýja áskorun.

„Já ég held það. Valur er með svo skýra kröfu á að vinna titla og komast í Evrópu, það seldi mig og þess vegna er ég kominn hingað."

Það fylgir því gríðarleg pressa að spila fyrir félag eins og Val. Heiðar segist vera góður undir pressu.

„Það er ekkert gaman af þessu ef það er ekki pressa. Ég er fínn undir pressu, þetta eru spennandi tímar og ég hlakka til."

Hann ræddi við nokkur önnur félög áður en hann skrifaði undir hjá Val.

„Ég fékk nokkur spennandi tilboð, ég er mjög þakklátur fyrir þann áhuga sem mér var sýndur en um leið og Valur kom inn í myndina voru hlutirnir fljótir að gerast og hér stend ég."

Heiðar sendir Stjörnumönnum kveðju - „Erfið ákvörðun"
Athugasemdir