Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. nóvember 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Engum öðrum var boðið starfið hjá Liverpool
Arne Slot.
Arne Slot.
Mynd: EPA
Það verður áhugaverður leikur í Meistaradeildinni á morgun þegar Liverpool mætir Bayer Leverkusen. Xabi Alonso, stjóri þýska liðsins, mætir aftur á sinn gamla heimavöll.

Alonso var sterklega orðaður við Liverpool fyrr á þessu ári en hann hefur gert frábæra hluti með Leverkusen. Alonso er fyrrum leikmaður Liverpool.

Hollendingurinn Arne Slot fékk hins vegar starfið og hann hefur gert virkilega góða hluti hingað til.

Það voru margir orðaðir við starfið hjá Liverpool áður en Slot tók við, en þar á meðal voru Alonso og Ruben Amorim, sem var nýverið ráðinn til Manchester United.

Paul Joyce, einn áreiðanlegasti fótboltablaðamaður Bretlandseyja, skrifar í dag grein þar sem hann segir þó að Liverpool hafi bara boðið einum manni starfið.

„Liverpool kannaði stöðuna á Alonso en þeir fréttu það að hann væri ekki að leitast eftir því að skipta um félag á þeim tímapunkti. Slot var sá eini sem Richard Hughes, yfirmaður fótboltamála hjá Liverpool, bauð starfið," segir Joyce.

Það hefur reynst mikill happafengur fyrir Liverpool að fá Slot inn en hann er með liðið á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner