Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
   þri 04. nóvember 2025 08:52
Elvar Geir Magnússon
Völdu mikilvægasta mann hvers liðs - „Hann er sál liðsins“
Dominik Szoboszlai, mikilvægasti leikmaður Liverpool?
Dominik Szoboszlai, mikilvægasti leikmaður Liverpool?
Mynd: EPA
Casemiro og Bruno Fernandes.
Casemiro og Bruno Fernandes.
Mynd: EPA
Hver er mesti lykilmaður hvers liðs í ensku úrvalsdeildinni? Leikmaðurinn sem stuðningsmenn vilja síst sjá vanta þegar byrjunarliðið er tikynnt.

BBC velti þessari spurningu fyrir sér og fékk stuðningsmann úr hverju liði til að gefa sitt álit.

„Að Arsenal hafi bara borgað 105 milljónir punda fyrir hann heldur áfram að líta út eins og rán hjá Arsenal," segir Laura Kirk-Francis sem velur Declan Rice mikilvægastan fyrir Arsenal.

Will Faulks, stuðningsmaður Chelsea, átti erfitt með að velja milli Cole Palmer og Moises Caicdedo.

Jordan Chamberlain hjá Empire of the Kop telur að Dominik Szoboszlai sé mikilvægasti leikmaður Liverpool í dag: „Hann hefur staðið upp úr. Arne Slot ætti að spila honum alltaf á miðsvæðinu en ekki sem bakvörður."

Alex Turk hjá Turk Talks FC velur Casemiro sem mikilvægasta leikmann Manchester United: „Bruno Fernandes er stjarnan og Bryan Mbeumo og Matheus Cunha eru spennandi en Casemiro er sál liðsins."

Hæg er að lesa greinina í heild sinni hér.

Sá mikilvægasti í hverju liði
Arsenal - Declan Rice
Aston Villa - Ollie Watkins
Bournemouth - Antoine Semenyo
Brentford - Mikkel Damsgaard
Brighton & Hove Albion - Danny Welbeck
Burnley - Martin Dubravka
Chelsea - Moises Caicedo
Crystal Palace - Daniel Munoz
Everton - Jack Grealish
Fulham - Ryan Sessegnon
Leeds - Noah Okafor
Liverpool - Dominik Szoboszlai
Manchester City - Erling Haaland
Manchester United - Casemiro
Newcastle - Sandro Tonali
Nottingham Forest - Neco Williams
Sunderland - Granit Xhaka
Tottenham Hotspur - Cristian Romero
West Ham - Jarrod Bowen
Wolves - Joao Gomes
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir