Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 04. desember 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Davies byrjaður að æfa - Gæti verið í hóp gegn Leipzig
Kanadíski vinstri vængmaðurinn Alphonso Davies er byrjaður að æfa á ný með Bayern München en hann hefur verið frá í tæpa tvo mánuði.

Davies var magnaður með Bayern á síðustu leiktíð er liðið varð Evrópumeistari en hann spilaði í vinstri bakvarðarstöðunni og leysti af á vængnum ef þess þurfti.

Hann meiddist á ökkla í lok október gegn Eintracht Frankfurt og var búist við að hann yrði frá út árið en hann hefur náð ótrúlegum bata.

Davies er byrjaður að æfa með Bayern og gæti spilað með Bayern um helgina er liðið mætir RB Leipzig.
Athugasemdir
banner