Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. desember 2021 19:13
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Allt gekk á afturfótununum hjá Roma
Denzel Dumfries gerði þriðja markið með laglegum skalla
Denzel Dumfries gerði þriðja markið með laglegum skalla
Mynd: EPA
Roma 0 - 3 Inter
0-1 Hakan Calhanoglu ('15 )
0-2 Edin Dzeko ('24 )
0-3 Denzel Dumfries ('39 )

Ítalíumeistarar Inter unnu Roma 3-0 í Seríu A á Ítalíu í dag en Inter skoraði öll mörkin í fyrri hálfleiknum.

Hakan Calhanoglu kom Inter á bragðið á 15. mínútu áður en hinn stóri og stæðilegi framherji, Edin Dzeko, tvöfaldaði forystuna níu mínútum síðar eftir sendingu frá Calhanoglu.

Hollenski bakvörðurinn Denzel Dumfries skoraði svo þriðja mark Inter með öflugum skalla þegar nokkrar mínútur voru eftr af fyrri hálfleiknum.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem lið undir stjórn Mourinho er 3-0 undir í hálfleik.

Rómverjar vildu fá vítaspyrnu á 79. mínútu er Nicolo Zaniolo fór upp í einvígi við Samir Handanovic, markvörð Inter, en ekkert var dæmt. Þá átti Zaniolo skot í hliðarnetið stuttu síðar.

Lokatölur 3-0 fyrir Inter í Róm. Sæti Jose Mourinho er heldur betur heitt en liðið er í 5. sæti með 25 stig. Inter fer upp í 2. sæti með 37 stig. Roma hefur aðeins unnið fjóra af síðustu tíu leikjum sínum í ítölsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner