Leikmenn Manchester United hætui við þær áætlanir sínar að klæðast regnbogalituðum jakka fyrir sigurleikinn gegn Everton síðasta sunnudag. Með jakkanum ætlaði félagið að sýna hinsegin fólki, LGBTQ+ samfélaginu, stuðning.
The Athletic segir að félagið hafi hinsvegar hætt við þegar varnarmaðurinn Noussair Mazraoui neitaði að klæðast jakkanum vegna trúar sinnar. Mazraoui er múslimi.
The Athletic segir að félagið hafi hinsvegar hætt við þegar varnarmaðurinn Noussair Mazraoui neitaði að klæðast jakkanum vegna trúar sinnar. Mazraoui er múslimi.
Fyrirliðar ensku úrvalsdeildarinnar eru með regnbogabönd um þessar mundir og Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var með slíkt í 4-0 sigrinum gegn Everton á Old Trafford á sunnudaginn.
Í yfirlýsingu sem Manchester United sendi fjölmiðlum sem spurðust fyrir um jakkamálið segist félagið taka á móti stuðningsmönnum með alla bakgrunna, þar á meðal hinsegin fólki. Leikmenn ættu rétt á að hafa sínar eigin skoðanir, meðal annars í tengslum við trú sína, og þær gætu stundum verið frábrugðnar afstöðu félagsins.
Fyrr í dag sagðist enska fótboltasambandið ekki ætla að refsa Marc Guehi, fyrirliða Crystal Palace, en hann hefur skrifað kristin skilaboð á fyrliðabandið í síðustu tveimur leikjum. Hann var hinsvegar minntur á að samkvæmt reglum séu trúarleg skilaboð bönnuð.
Sam Morsy fyrirliði Ipswich hefur neitað að vera með regnbogaband í síðustu tveimur leikjum af trúarástæðum.
Athugasemdir