Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 04. desember 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn í dag - Hörkuleikur í Bilbao og spilað í bikarnum
Hvað gerir Mbappe í kvöld?
Hvað gerir Mbappe í kvöld?
Mynd: EPA
Athletic Bilbao og Real Madrid eigast við í La Liga á Spáni í kvöld, en leikurinn er spilaður á heimavelli Athletic. Þá er spilað í 64-liða úrslitum í konungsbikarnum.

Real Madrid á möguleika á saxa aftur á forystu toppliðs Barcelona niður í eitt stig.

Madrídingar eru hægt og bítandi að finna taktinn, en andstæðingurinn er sterkur og ekkert gefið að liðið taki sigur gegn Athletic sem er í 4. sæti með 26 stig.

Nokkur La Liga-lið spila þá í konungsbikarnum. Betis, Girona, Leganes, Valencia og Villarreal verða öll í eldlínunni en alla leiki dagsin má sjá hér fyrir neðan.

Leikir dagsins:

La Liga:
20:00 Athletic - Real Madrid

Konungsbikarinn:
18:00 Gimnastic - Huesca
18:00 Sant Andreu - Betis
18:00 Unionstas de Salamanca - Vallecano
19:00 Cadiz - Eldense
19:00 Cultural Leonesa - Almeria
19:00 Ourense CF - Deportivo
19:30 Racing Santander - Sporting Gijon
20:00 Estepona - Leganes
20:00 Ejea - Valencia
20:00 Pontevedra - Villarreal
20:00 UD Logrones - Girona
20:00 Zamora - Tenerife
Athugasemdir
banner
banner
banner