Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 04. desember 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Þarf að borga sekt eftir að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum
Chen Yansheng í stúkunni.
Chen Yansheng í stúkunni.
Mynd: Getty Images
Espanyol á yfir höfði sér sekt eftir hróp stuðningsmanna liðsins sem beindust að eigenda félagsins, Chen Yansheng.

„Kínverji, komdu þér burt!" hrópuðu stuðningsmenn og hefur það verið túlkað sem kynþáttafordómar af aganefnd spænska fótboltasambandsins.

Það býr til þá skringilegu stöðu að Espanyol fær sekt fyrir hegðun stuðningsmannana og Yansheng þarf því sjálfur að borga sektina fyrir að verða fyrir kynþáttafordómum.

Yansheng var mótmælt í leik gegn Celta Vigo um síðustu helgi en hann hefur átt Espanyol í áratug. Nýlega söfnuðust stuðningsmenn fyrir utan kínverska sendiráðið í Barcelona til að mótmæla eigandanum.

Espanyol er í 18. sæti af 20 liðum spænsku deildarinnar, situr í fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner