Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 05. janúar 2021 16:00
Magnús Már Einarsson
Odion Ighalo á förum frá Man Utd - Til Katar eða Sádi-Arabíu?
Nígeríski framherjinn Odion Ighalo er á förum frá Manchester United þegar lánssamningur hans rennur út um mánaðarmótin.

Ighalo kom á láni frá Shanghai Shenhua fyrir tæpu ári síðan en hann hefur lítið spilað á þessu tímabili.

Hinn 31 árs gamli Ighalo mun ekki spila með Shanghai Shenhua í Kína heldur er líklegt að hann fari aftur á lán.

Félög í Katar og Sádi-Arabíu hafa sýnt áhuga að sögn Sky Sports og líklegast er að hann fari þangað.

Þá hafa tvö ónefnd félög í ensku úrvalsdeildinni lýst yfir áhuga á að fá Ighalo.
Athugasemdir
banner