Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 05. janúar 2022 21:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bologna óskar eftir að tveimur leikjum verði frestað
Mynd: Getty Images
Ítalska Serie A hefst aftur á morgun eftir vetrarfrí en tveimur leikjum hefur þegar verið frestað og má búast við fleiri frestunum.

Smit eru á uppleið á Ítalíu eins og á mörgum öðrum stöðum í heiminum um þessar mundir.

Bologna hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að smitum hafi fjölgað verulega innan félagsins og það biðji um að næstu tveimur leikjum liðsins verði frestað. Bologna á leik gegn Inter á heimavelli á morgun.

Tveimur leikjum hefur þegar verið frestað á morgun en leik Salernitana og Íslendingaliðsins Venezia hefur verið frestað auk Fiorentina og Udinese.
Athugasemdir
banner
banner