Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mán 05. febrúar 2024 08:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla að reyna aftur við Bruno - Tveir orðaðir við Liverpool
Powerade
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Starf Pochettino er í hættu.
Starf Pochettino er í hættu.
Mynd: EPA
Raphinha er orðaður við Liverpool.
Raphinha er orðaður við Liverpool.
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðri dagsins á þessum ágætum mánudegi. Það er ekki slæm hugmynd að hefja vikuna á því að drekka einn kaffibolla og renna yfir slúðrið.

Al-Hilal í Sádi-Arabíu mun endurvekja áhuga sinn á Bruno Fernandes (29), fyrirliða Manchester United, í sumar eftir að hafa mistekist að landa honum í janúar. (Mail)

Mauricio Pochettino er í mikilli hættu á að missa starf sitt hjá Chelsea eftir 2-4 tap gegn Úlfunum í gær. (Teamtalk)

Manchester United hefur sett sig í samband við Julen Lopetegui, fyrrum stjóra Wolves, og Antonio Conte, sem síðast stýrði Tottenham, ef félagið ákveður að reka Erik ten Hag eftir tímabilið. (Caught Offside)

Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, er að íhuga það alvarlega að reka Roy Hodgson en hann á erfitt með að finna stjóra til að taka við á þessum tímapunkti. (Guardian)

Arsenal ætlar sér að berjast við Chelsea um Victor Osimhen (25), sóknarmann Napoli. Það er talið að hann sé með ritunarverð í samningi sínum upp á 111 milljónir punda. (Soccernet)

Liverpool hefur áhuga á Raphinha (27) og Ansu Fati (21) - sem báðir eru samningsbundnir Barcelona - til þess að fylla í skarðið þegar Mohamed Salah (31) yfirgefur félagið. (Teamtalk)

Liverpool er að íhuga að framlengja við bakvörðinn Trent Alexander-Arnold (25). (Football Insider)

Jesse Lingard (31), fyrrum leikmaður Nottingham Forest og Manchester United, er á leið í læknisskoðun hjá Seoul FC en hann mun þar skrifa undir tveggja ára samning. (Mail)

Sóknarmaðurinn Benjamin Sesko (20) mun hugsanlega yfirgefa RB Leipzig í sumar. (Football Transfers)

Donny van de Beek (26) er ekki í Evrópudeildarhópi Eintracht Frankfurt en hann var lánaður til þýska félagsins frá Manchester United í sumar. (Sky Sports)

Mauro Meluso, stjórnarmaður hjá Napoli, segir að miðjumaðurinn Piotr Zielinski (29) sé ekki í Meistaradeildarhópi félagsins af fótboltaástæðum og það tengist ekkert því að hann sé sterklega orðaður við Inter. (Football Italia)
Athugasemdir
banner
banner
banner