Xabi Alonso er sá stjóri sem flestir stuðningsmenn Liverpool vilja sjá taka við af Jurgen Klopp eftir tímabilið, en það gæti myndast samkeppni um hann.
Chelsea er í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-4 tap gegn Úlfunum á heimavelli í gær og það er mikil pressa á Mauricio Pochettino, stjóra liðsins.
Samkvæmt Sport Zone, þá hefur Chelsea áhuga á því að ráða Alonso til að taka við af Pochettino.
Alonso er að gera frábæra hluti með Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Hann er með liðið fyrir ofan Bayern München á toppi deildarinnar. Alonso spilaði með Liverpool frá 2004 til 2009 við góðan orðstír en hann spilaði einnig fyrir Bayern München og Real Madrid á sínum ferli.
Behdad Eghbali, sem er í eigendahópi Chelsea, er sagður heillaður af Alonso en samkeppnin um hann er hörð. Það er líka möguleiki á því að starfið hjá Bayern losni og það gæti togað í Alonso, ásamt starfinu hjá Liverpool auðvitað.
Athugasemdir