Deco, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, blæs á orðróm um að Jürgen Klopp verði ráðinn nýr þjálfari liðsins í sumar.
Klopp hættir með LIverpool eftir þetta tímabil og þá mun Xavi yfirgefa Barcelona.
Spænskir miðlar hafa orðað Klopp við Barcelona en Deco telur að þetta sé ekki rétti tímapunkturinn til að tala um mögulegan arftaka Xavi.
„Hann er frábær þjálfari en ég held að þetta sé ekki tíminn til að tala um það,“ sagði Deco.
„Þegar það kemur inn nýr þjálfari þá vill hann væntanlega gera einhverjar breytingar, en fyrst þarf að útskýra fyrir honum verkefnið og hugmyndir félagsins,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir