Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Harry Kane með lækkandi riftunarákvæði hjá Bayern
Mynd: Getty Images
Þýski miðillinn Bild greinir frá því að enski framherjinn Harry Kane sé með riftunarákvæði í samningi sínum við stórveldið FC Bayern.

Kane hefur komið afar sterkur inn í þýska boltann og er að raða inn mörkum og stoðsendingum með Bayern. Hann er kominn með 19 mörk og 7 stoðsendingar í 18 deildarleikjum á tímabilinu.

Talið er að Kane hafi engan áhuga á að skipta um félag sem stendur, en ljóst er að önnur félög geta keypt hann með að borga upp riftunarákvæðið í samningi hans.

Riftunarákvæðið nemur um 80 milljónum evra næsta sumar og mun lækka um 15 milljónir fyrir sumarið 2026. Þá verður Kane 65 milljón evru virði.

Þetta þýðir að Kane getur snúið aftur í ensku úrvalsdeildina þegar hann vill.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner