Jermaine Jenas, fyrrum landsliðsmaður Englands, er að snúa aftur í starfi sem sérfræðingur um fótbolta. Hann var rekinn frá breska ríkisútvarpinu í fyrra eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni.
Jenas hafði haslað sér völl hjá BBC og voru sögur um það að hann myndi taka við sem þáttastjórnandi í hinum sögufrægu Match of the Day þáttum af Gary Lineker. Í þáttunum er farið yfir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni.
Jenas hafði haslað sér völl hjá BBC og voru sögur um það að hann myndi taka við sem þáttastjórnandi í hinum sögufrægu Match of the Day þáttum af Gary Lineker. Í þáttunum er farið yfir hverja umferð í ensku úrvalsdeildinni.
En Jenas var rekinn þar sem hann sýndi af sér óviðeigandi hegðun. Hann sendi samstarfskonum sínum mikinn fjölda kynferðislegra skilaboða eftir að hann komst yfir símanúmer þeirra.
Jenas mun núna snúa aftur til starfa sem sérfræðingur en ekki hjá BBC. Hann er að hefja störf fyrir talkSPORT en hann hefur áður starfað fyrir útvarpsstöðina vinsælu.
Samkvæmt Daily Mail ríkir ekki mikil ánægja með þessa ákvörðun hjá ákveðnu starfsfólki talkSPORT. Það hefur vakið furðu að ekki hafi verið rætt við konur innan fyrirtækisins áður en þessi ákvörðun var tekin.
Jenas lék á sínum tíma 21 landsleik fyrir England. Hann lék fyrir Nottingham Forest, Newcastle, Tottenham, Aston Villa og QPR á leikmannaferli sínum.
Athugasemdir