Helgi er uppalinn hjá Víkingi, hóf þar meistaraflokksferilinn og sneri aftur fyrir tímabilið 2010. Hann skoraði 14 mörk í 39 leikjum í efstu deild og ellefu mörk í 34 leikjum í B-deild.
Sölvi Geir Ottesen er tekinn við sem þjálfari Víkings. Hans fyrstu keppnisleikir sem aðalþjálfari verða gegn Panathinaikos.
Giorgos Karagounis er landsleikjahæsti leikmaður í sögu Grikklands. Hann var hluti af liðinu sem vann EM 2004. Hann er uppalinn hjá Panathinaikos og lék með Helga bæði tímabil hans í Grikklandi.
Antonios Nikopolidis varði mark Panathinaikos þegar Helgi var þar. Nikopolidis varði mark Grikkja á EM 2004.
'Mjög spennandi fyrir íslenskan fótbolta almennt að lið frá Íslandi sé komið á þennan stað í evrópskum fótbolta.'
Sverrir Ingi hefur verið í stóru hlutverki hjá gríska liðinu frá því að hann kom til félagsins í sumar.
Víkingar hafa verið að spila í Reykjavíkurmótinu til að koma sér í leikform fyrir leikina mikilvægu.
Eftir rúma viku, fimmtudaginn 13. febrúar, mætir Víkingur gríska stórlðinu Panathinaikos í Sambandsdeildinni. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.
Þessi fyrri leikur fer fram í Helsinki þar sem enginn völlur á Íslandi uppfyllir þær kröfur sem UEFA setur fyrir leiki á þessu stigi keppninnar. Viku seinna mætast liðin svo í Aþenu.
Helgi Sigurðsson lék á sínum ferli bæði með Víkingi og Panathinaikos. Víkingur er hans uppeldisfélag og hann lék með gríska liðinu í tvö ár; frá 1999 til 2001. Hann fékk viðurnefnið „Hákarlinn" á tíma sínum í Grikklandi. Hann ræddi við Fótbolta.net um komandi einvígi og tíma sinn í Grikklandi.
Þessi fyrri leikur fer fram í Helsinki þar sem enginn völlur á Íslandi uppfyllir þær kröfur sem UEFA setur fyrir leiki á þessu stigi keppninnar. Viku seinna mætast liðin svo í Aþenu.
Helgi Sigurðsson lék á sínum ferli bæði með Víkingi og Panathinaikos. Víkingur er hans uppeldisfélag og hann lék með gríska liðinu í tvö ár; frá 1999 til 2001. Hann fékk viðurnefnið „Hákarlinn" á tíma sínum í Grikklandi. Hann ræddi við Fótbolta.net um komandi einvígi og tíma sinn í Grikklandi.
Hjartað slær með Víkingum
„Þetta er bara skemmtileg tilfinning, góð tilfinning að sjá félög sem ég varði miklum tíma af mínum fótboltaferli hjá mætast. Ég var í tvö ár hjá Panathinaikos, það var svona eftirminnilegasti tíminn á mínum atvinnumannaferli, stærsta liðið sem ég spilaði með. Að hafa upplifað stemninguna sem er í kringum fótboltann í Grikklandi, ég á frábærar minningar þaðan. Að þeir séu að mæta Víkingi, félaginu sem ég ólst upp hjá og spilaði mikið fyrir, er frábært. Það er smá skuggi á þessu að Víkingar séu ekki að spila heimaleik hérna á Íslandi," segir Helgi.
Ég ætla að giska á að þú haldir meira með Víkingi í þessu einvígi heldur en Panathinaikos, eða hvað?
„Jújú," segir Helgi og hlær. „Þó að ég eigi góðar minningar frá tímanum mínum í Grikklandi og hafi spilað með frábæru liði og fyrir framan frábæra áhorfendum, þá heldur maður auðvitað með íslenskum fótbolta, og ég tala nú ekki um þegar liðið er uppeldisfélagið. Hjarta mitt mun slá með Víkingum í þetta skiptið."
„Þetta verður athyglisverð viðureign, mjög spennandi fyrir íslenskan fótbolta almennt að lið frá Íslandi sé komið á þennan stað í evrópskum fótbolta. Það er frábærlega vel gert hjá Víkingi."
Gætu runnið á bananahýðinu
Panathinaikos er risa, risa lið. En á Víkingur einhvern séns?
„Það er rétt, þetta er risastórt lið. Ég er ekki viss um að allir íslenskir sparkfræðingar átti sig á því hversu stór þessi klúbbur er. Það er mikil pressa á Panathinaikos á að vinna þetta einvígi, pressan er á þeim, það er alveg ljóst."
„Gengi þeirra hefur verið ágætt í deildinni í ár, liðið er í 2.-3. sæti og hafa ekki tapað í langan tíma í deildinni. Gengið og frammistaðan í Sambandsdeildinni hefur ekki verið upp á marga fiska í vetur, liðið er komið í þetta einvígi en maður hefði búist við því að það næði að fara beint áfram í 16-liða úrslitin."
„Þeir eru með gríðarlega öflugt lið, eru náttúrulega með tvo íslenska landsliðsmenn innanborðs og fullt af öðrum landsliðsmönnum. Ég myndi segja að það séu meiri líkur en minni á að Panathinaikos fari áfram, en það góða við fótboltann er að það getur allt gerst. Ef þeir hjá Panathinaikos halda að þetta verði eitthvað létt einvígi þá gætu þeir runnið á bananahýðinu gegn Víkingum. Víkingar hafa sýnt það í gegnum þessa keppni að þeir eru til alls vísir og hafa náð frábærum úrslitum."
Mun leikformið spila inn í?
Fylgistu almennt vel með Panathinaikos?
„Ég fylgist alltaf ágætlega með þeim, auðvitað hefur það aðeins minnkað með árunum, en ég skoða alltaf annað slagið hvernig stendur í deildinni og hvort það sé einhver séns á titli og svoleiðis. Ég held auðvitað með Panathinaikos í gríska boltanum, þetta er klúbbur sem hefur gefið mér og minni fjölskyldu margt og maður óskar félaginu alls hins besta, þó svo að maður geri það kannski ekki í þessu einvígi."
„Liðið hefur ekki náð fyrri styrk frá 2010. Liðið hefur yfirleitt verið í 2.-4. sæti í deildinni síðustu ár, ekki mikið um titla þó að það hafi komið annað slagið (3 bikartitlar síðan 2010). Miðað við stærð klúbbsins þá er alltaf búist við því að Panathinaikos sé að fara vinna grísku deildina, en það eru auðvitað sterk lið að berjast á toppnum; Olympiakos, PAOK og AEK. Það er engin undantekning frá því í ár, Olympiakos leiðir og svo koma AEK og Panathinaikos þar á eftir."
„Ein af þeim staðreyndum sem segir mér að Panathinaikos sé líklegra til að fara áfram er að liðið er á miðju keppnistímabili á meðan Víkingur er að koma úr mánaðar vetrarfríi eftir gott tímabil hér á Íslandi og í Evrópu. Spurningamerkið liggur í leikformi leikmanna Víkings fyrir þetta einvígi, það finnst mér stærsta spurningin. Panathinaikos er að spila reglulega hörkuleiki og leikmenn liðsins ættu að vera í betra leikformi."
Fyrsti hálfleikurinn gríðarlega mikilvægur
Heimaleikur Víkings fer fram á gervigrasvelli í Helsinki, heldu þú að þar sé nógu kalt svo það henti Víkingum frekar en Panathinaikos?
„Það er erfitt að segja hvort þetta henti Víkingum eitthvað frekar. Þetta er enginn heimaleikur Víkinga í þeim skilningi. Þetta hefði verið allt öðruvísi ef það hefði mátt spila á Víkingsvelli, þá hefði Víkingur að mínu mati átt meiri séns. Ég er ekki að segja að Víkingur eigi engan séns, en þetta minnkar möguleikann á að hægt sé að nýta heimavöllinn sinn."
„,Það er allt hægt í fótbolta, þetta snýst rosalega mikið um hausinn á leikmönnum og það er ekkert launungarmál að Panathinaikos hefur oft lent í vandræðum á móti liðum sem þeir telji að þeir séu betri á móti. Ef það verður eitthvað vanmat frá þeim þá gæti það hjálpað Víkingunum í þessu einvígi."
„Á eðlilegum degi er Panathinaikos með betra fótboltalið og á að klára þetta einvígi, en Víkingar eru ólíkindatól og það verður gaman að sjá hvernig liðið bregst við þjálfarabreytingunni. Sölvi tekinn við af Arnari, það gæti gefið Víkingum innspýtingu, leikmenn vilja sýna sig fyrir nýjum þjálfara."
„Ég tel að Víkingarnir geti farið nokkuð brattir inn í þetta einvígi, pressan er öll á Panathinaikos. Ef svo fer að Panathinaikos vinnur þá verður það niðurstaðan sem flestir bjuggust við, þannig að Víkingarnir eiga að geta farið nokkuð afslappaðir inn í þetta. En þekkjandi þá og út frá því sem þeir hafa gert á síðustu árum, þá hafa þeir örugglega fulla trú á því að þeir geti strítt Panathinaikos."
„Víkingar eiga bara að fara með kassann út í þetta einvígi, láta Panathinaikos aðeins finna fyrir því. Það sem gæti unnið með Víkingunum er að ef þeir ná að standast Panathinaikos fyrsta hálftímann eða fyrsta hálfleikinn í einvíginu, þá gæti það sett strik í reikninginn hjá Panathinaikos. Þeir eru fljótir að vorkenna sjálfir sér ef hlutirnir ganga ekki upp, mótlæti er ekki þeirra besti vinur og ef Víkingarnir komast í gegnum erfiðasta hjallann, þá gæti það unnið með þeim. Góð úrslit úr fyrri leiknum gætu sett hrikalega pressu á Panathinaikos, áhorfendur þeirra eru frægir fyrir það að láta í sér heyra ef hlutirnir ganga ekki upp. Það er til mikils að vinna að ná í góð úrslit úr fyrri leiknum."
Talað um Víkinga af virðingu - Pressa á gríska liðinu
Helgi hefur að undanförnu farið i viðtöl bæði í grískum miðlum og í sérstöku Panathinaikos hlaðvarpi. Upplifa Grikkir þetta einvígi sem algjört formsatriði fyrir Panathinaikos?
„Nei, það er ekki mín tilfinning, það sem ég heyri er að þeir bera mikla virðingu fyrir Víkingunum og hafa séð að þeir hafa náð fínum úrslitum. En þekkjandi Grikkina þá vita þeir alveg að þeir eru stóri bróðir í þessu einvígi og það er undir þeim komið að klára þetta. Það er þessi pressa sem verður á Panathinaikos, þeir verða að komast í gegnum þetta einvígi, ef ekki þá verður gríðarleg pressa á liðinu frá fjölmiðlum og stuðningsmönnum. Þetta er bara eins og trúarbrögð, ef lið eru ekki að standa sig og ég tala nú ekki um ef þau detta út gegn Víkingum, það yrði litið á það sem stóran skandal."
„Ég hef bara heyrt talað um Víkinga af mikilli virðingu og þeir sem ég hef rætt við hafa verið forvitnir um Víkingsliðið, spurt mikið um liðið. Maður gefur þeim hæfilega mikið af upplýsingum, þeir verða bara að finna út úr restinni sjálfir. Það er bara gaman af því hversu mikill áhugi er á þessu einvígi, það er bilaður áhugi á fótbolta í Grikklandi og maður getur aldrei sett sig í þau spor nema maður upplifi það sjálfur. Þeir sem hafa spilað í grískum fótbolta vita að þetta eru trúarbrögð og það er mikið fjallað um boltann. Það er mikil spenna fyrir þessum leikjum."
„Var kannski asni að klára ekki samninginn"
Hvernig var að vera leikmaður Panathinaikos á árunum 1999-2001?
„Það var stórkostlegt. Á þeim tíma var mikið rætt um enska boltann, eins og ávalt, hérna á Íslandi. Ég hafði það á tilfinningunni að menn væru á þeim tíma ekki alveg að átta sig á því hversu stórt það væri að vera leikmaður hjá Panathinaikos. Það var meiri umfjöllun, með allri virðingu fyrir þeim, um Stoke sem var í 1. eða 2. deildinni á Englandi."
„Þetta var geggjaður tími, stórkostlegur klúbbur sem tekur vel á móti sínum leikmönnum og fjölskyldum. Við vorum í Evrópukeppni fyrra árið og Meistaradeildinni árið eftir. Við spiluðum á móti stórliðum eins og Juventus, Manchester United og Deportivo La Coruna sem var á þeim tíma besta liðið á Spáni. Þetta var mikil upplifun og gaman að hafa fengið þann séns að spila með svona stóru liði."
„Grikkirnir hafa alltaf fylgst vel með mér síðan ég fór þaðan, þetta er bara ein fjölskylda og þú ferð ekkert út úr henni þó að þú farir frá félaginu. Þetta er gríðarlega stórt félag."
„Það að hafa spilað á fullum ólympíuvelli, fyrir framan 70 þúsund manns, það er eitthvað sem maður upplifði ekki á hverjum degi á ferlinum."
„Þetta voru frábær tvö ár og eftir á að hyggja hefðu þau átt að vera aðeins fleiri, en ég var aðeins að flýta mér í burtu á sínum tíma. Það er eitthvað sem ég þarf að lifa með. Maður var kannski asni að klára ekki sinn fjögurra ára samning þarna, en það er bara eins og það er."
Hundruðir biðu á flugvellinum
Helgi fór frá Stabæk til Panathinaikos og fór svo til Lyn eftir veruna í Grikklandi. Hvernig var aðdragandinn að því að þú samdir við Panathinaikos?
„Þetta kom mjög fljótt upp. Aðdragandinn að þessu var sá að við í Stabæk urðum bikarmeistarar '98, ég skoraði tvö mörk í úrslitaleiknum á móti Rosenborg. Það var mjög stórt fyrir Stabæk, fyrsti titilinn í sögunni. Ég fylgdi svo því eftir tímabilið '99 með því að vera markahæsti leikmaður deildarinnar um mitt tímabil."
„Þá fékk ég símtal, man það eins og það hefði gerst í gær, þetta var á fimmtudagskvöldi, umboðsmaðurinn hringdi og sagði mér að það væru byrjaðar viðræður á milli stórliðs í Evrópu og Stabæk. Skilaboðin væru þau að ég þyrfti að gera mig kláran, gæti þurft að fara frá félaginu mjög fljótlega. Ég spurði umboðsmanninn hvaða félag þetta væri og svarið Panathinaikos í Grikklandi. Ég varð mjög spenntur um leið, vissi eitthvað um félagið, meðal annars að liðið hefði mætt Fram í Evrópukeppni 1991 (gríska liðið fór áfram á fleiri útivallamörkum skoruðum)."
„Ég var svo mættur til Grikklands sólarhring síðar, gekk mjög hratt fyrir síg og Stabæk greinilega ánægt með tilboðið. Þetta var bara klárað yfir helgina, frábærir 2-3 sólarhringar sem maður upplifði þarna, sjá allan fjöldann sem beið eftir manni á flugvellinum. Það voru mikil læti, mörg hundruð manns sem biðu á flugvellinum."
Vel talað um Íslendingana
Tveir Íslendingar eru á mála hjá Panathinaikos. Sverrir Ingi Ingason kom síðasta sumar frá Midtjylland og Hörður Björgvin Magnússon kom sumarið 2022 frá CSKA Moskvu. Hörður hefur glímt við erfið meiðsli síðustu misseri en Sverrir er í stóru hlutverki í liðinu.
„Umtalið um þá er mjög gott, menn eru mjög sáttir við þá. Þetta eru leikmenn sem gefa allt sitt í þetta og Grikkirnir eru ánægðir með það. Það hafa margir leikmenn komið til Grikklands á seinni stigum ferilsins og eru ekki að gefa allt sitt fyrir klúbbana. En sagan af íslensku strákunum er allt önnur, þeir eru atvinnumenn fram í fingurgóma og talað mjög vel um þá. Þeir hafa staðið sig mjög vel og menn bíða bara spenntir eftir því að Hörður Björgvin nái sér að fullu af meiðslunum. Menn eru mjög sáttir við þá, bæði sem karaktera og líka hvernig þeir hafa staðið sig inn á vellinum þegar þeir spila."
Tvær flugur í einu höggi?
Eftir að þú varst hjá félaginu, hefur þú farið út í heimsókn eða eitthvað svoleiðis?
„Nei, ég hef ekki farið til Panathinaikos. Ég hef farið út til Grikklands eftir ferilinn en ekki farið í neina heimsókn til félagsins. Það er eiginlega skömm að segja frá því, maður er búinn að heimsækja flesta af þessum klúbbum sem maður var hjá, en ekki Panathinaikos."
„Hver veit hvort maður láti slag standa og fari bara á leikinn þarna úti, það getur bara vel verið að maður slái tvær flugur í einu höggi. Ég ætti eiginlega að gera það, tvö félög sem eiga stóran stað í hjarta mínu," segir Helgi.
Athugasemdir