Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 05. apríl 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrjú ítölsk stórlið á eftir bakverði Chelsea
Ítölsku stórliðin Napoli, Juventus og Inter eru öll sögð hafa augastað á vinstri bakverði Chelsea, Emerson.

Hinn 25 ára gamli Emerson er ekki með fast sæti í liði Chelsea en bæði Cesar Azpilicueta og Marcos Alonso geta leyst vinstri bakvörðinn.

Mario Rui eða Faouzi Ghoulam gætu verið á leið burt frá Napoli og var Ghoulam ekki í Meistaradeildarhópnum á þessari leiktíð. Emerson hafði ekki verið í hópnum hjá Frank Lampard í fjórum af síðustu fimm leikjum Chelsea liðsins.

Emerson, sem er ítalskur landsliðsmaður, þarf að spila segir Roberto Mancini, landsliðsþjálfaru Ítalíu. „Það væri fínt ef Emerson Pamieri, sem hefur ekki spilað mikið hjá Chelsea gæti komið til Ítalíu og spilað," sagði Mancini við Gazzettuna.

Chelsea er þá sagt vera að skoða Alex Telles, vinstri bakvörð Porto, og Ben Chilwell, bakvörð Leicester.
Athugasemdir