Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. apríl 2021 18:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Mikael hafði betur gegn Hirti - Meistararnir á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FC Midtjylland 1 - 0 Bröndby
1-0 Sory Kaba ('19)

Midtjylland er komið í toppsæti dönsku Superliga eftir 1-0 heimasigur gegn Bröndby í efri hluta umspilinu. Hjörtur Hermannsson og Mikael Neville Anderson voru í byrjunarliðum sinna liða.

Mikael lék fyrstu 61 mínutuna hjá dönsku meisturunum og Hjörtur lék fyrstu 79 hjá Bröndby.

FCM er nú með eins stigs forskot á Bröndby og þaðan eru svo sjö stig niður í Jón Dag Þorsteinsson og félaga í AGF.

Það var Sory Kaba sem skoraði eina mark leiksins eftir undirbúning Sviatchenko. Mikael lék sem einn af þremur sóknarsinnuðum miðjumönnum, í 4-2-3-1 leikkerfinu og Hjörtur í hægri hafsent í þriggja manna varnarlínu.
Athugasemdir
banner
banner