Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 05. maí 2021 10:00
Elvar Geir Magnússon
Áætlun Real Madrid að fá Mbappe og Haaland á næstu 12 mánuðum
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
AS segir að Real Madrid sé með metnaðarfulla áætlun um að reyna að fá tvo af eftirsóttustu leikmönnum heims á næstu tólf mánuðum, Kylian Mbappe og Erling Haaland.

Mbappe hefur ekki gert nýjan samning við Paris Saint-Germain en núgildandi samningur er að sigla inn í lokaár. Haaland, sem er hjá Borussia Dortmund, er með 68 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum sem verður virkt á næsta ári.

Mbappe á sér þann draum að spila fyrir Real Madrid og sagt er að spænska félagið ætli sér að gera tilboð í sumar. Mbappe, sem er 22 ára, kostaði PSG samtals 166 milljónir punda þegar hann kom frá Mónakó 2018.

Mbappe hefur enn ekki gefið merki um að hann vilji yfirgefa PSG, fyrir utan trega í samningaviðræðum sem gæti verið merki um þess að hann hugsi sér til hreyfings.

Haaland ku vera með samkomulag við Dortmund um að hann verði með liðinu á næsta tímabili. Dortmund telur sig eiga möguleika á því að taka þýska meistaratitilinn á næsta ári.

Það hentar Real Madrid afskaplega vel þar sem spænska félagið er ekki með nauðsynlegt fjármagn til að kaupa báða leikmenn þetta sumar.

Það er þó ein breyta í þessu máli því Haaland gæti viljað yfirgefa Dortmund ef liðið nær ekki Meistaradeildarsæti. Dortmund er sem stendur í fimmta sæti og það er hörð barátta við Eintracht Frankfurt og Wolfsburg þegar fjórar umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner