Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mið 05. maí 2021 21:47
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Með ólíkindum að það hafi verið dæmt víti.
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur,
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur,
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarleg vonbrigði bara. Þetta er langt frá því sem við ætluðum okkur að gera en það er nú stundum svoleiðis í fótboltanum að það fer ekki allt eins og maður ætlar sér en fyrst og fremst fannst mér frammistaðan ekki nægjanlega góð hjá okkur í dag.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 0-3 tap liðsins gegn Selfoss á Nettó vellinum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Selfoss

Leikurinn var í ákveðnu jafnvæg lengst af í fyrri hálfleik en rétt áður en flautað var til hálfleiks kom Brenna Lovera Selfyssingum yfir eftir slæman varnarleik Keflavíkur. Um það sagði Gunnar.

„Það er alltaf slæmt að fá á sig mark en ef einhver tími er verri en annar þá er það rétt fyrir hálfleik. En við vorum svolítið opnar á köflum og og þetta var kannski ólán að boltin hrökk af Kristrúnu fyrir fætur Selfyssingana og leiðin greið í markið en við gátum vissulega gert betur þar.“

Eftir rúmlega klukkustundar leik í stöðunni 0-1 fékk Keflavík dæmda á sig vítaspyrnu sem Brenna Lovera skoraði sitt annað mark úr. Úr blaðamannastúkunni var erfitt að greina hvað gerst hefði er dæmt var á brot á Hólmfríði Magnúsdóttir. Það barst fréttaritara til eyrna að Keflvíkingar á bekknum væru verulega ósátt með þennan vítaspyrnudóm og tjáði Gunnar sig aðeins um það.

„Frá hliðarlínunni var maður alls ekki sáttur og ég skoðaði þetta nú betur og þetta er með ólíkindum að það hafi verið dæmt víti. Eins og maður sér þetta þá fer Hólmfríður með fótinn aftan í okkar leikmann sem bara stendur og fer í okkar leikmann og dettur. Og það var nóg til þess að dómarinn félli fyrir þessu. 1-0 þá erum við alveg inní leiknum og það kannski drap okkur að fá þetta víti á okkur. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner