Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 05. maí 2021 21:47
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Með ólíkindum að það hafi verið dæmt víti.
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur,
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur,
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarleg vonbrigði bara. Þetta er langt frá því sem við ætluðum okkur að gera en það er nú stundum svoleiðis í fótboltanum að það fer ekki allt eins og maður ætlar sér en fyrst og fremst fannst mér frammistaðan ekki nægjanlega góð hjá okkur í dag.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 0-3 tap liðsins gegn Selfoss á Nettó vellinum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  3 Selfoss

Leikurinn var í ákveðnu jafnvæg lengst af í fyrri hálfleik en rétt áður en flautað var til hálfleiks kom Brenna Lovera Selfyssingum yfir eftir slæman varnarleik Keflavíkur. Um það sagði Gunnar.

„Það er alltaf slæmt að fá á sig mark en ef einhver tími er verri en annar þá er það rétt fyrir hálfleik. En við vorum svolítið opnar á köflum og og þetta var kannski ólán að boltin hrökk af Kristrúnu fyrir fætur Selfyssingana og leiðin greið í markið en við gátum vissulega gert betur þar.“

Eftir rúmlega klukkustundar leik í stöðunni 0-1 fékk Keflavík dæmda á sig vítaspyrnu sem Brenna Lovera skoraði sitt annað mark úr. Úr blaðamannastúkunni var erfitt að greina hvað gerst hefði er dæmt var á brot á Hólmfríði Magnúsdóttir. Það barst fréttaritara til eyrna að Keflvíkingar á bekknum væru verulega ósátt með þennan vítaspyrnudóm og tjáði Gunnar sig aðeins um það.

„Frá hliðarlínunni var maður alls ekki sáttur og ég skoðaði þetta nú betur og þetta er með ólíkindum að það hafi verið dæmt víti. Eins og maður sér þetta þá fer Hólmfríður með fótinn aftan í okkar leikmann sem bara stendur og fer í okkar leikmann og dettur. Og það var nóg til þess að dómarinn félli fyrir þessu. 1-0 þá erum við alveg inní leiknum og það kannski drap okkur að fá þetta víti á okkur. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner