Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 05. maí 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ótrúlega vel heppnuð kaup hjá Guardiola
Mynd: EPA
Síðasta sumar þá langaði Pep Guardiola að fá inn nýjan miðvörð í varnarlínu liðsins. Út á við virkaði hann ekki alveg sáttur með þá leikmenn sem spiluðu við hlið Aymeric Laporte.

Guardiola var með augastað á portúgölskum miðverði. Ruben Dias heitir sá og var mest spennandi leikmaður portúgölsku deildarinnar. Dias var í stóru hlutverki hjá Benfica en langaði að spila á stærra sviði.

Verðmiðinn á Dias var hár miðað við varnarmann en ekkert sem City réði ekki við, þrátt fyrir faradurinn. Í september náðu City og Benfica samkomulagi um að Dias færi til Manchester og Nicolas Otamendi færi til Benfica. Auk þess greiddi City um 54 milljónir evra fyrir miðvörðinn sem verður 24 ára seinna í mánuðinum.

Dias hefur blómstrað í liði City og verið einn allra besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á sinni fyrstu leiktíð. Málin hafa þó þróast á þá leið að hann spilar oftast við hlið John Stones í miðverðinum. Stones hefur stigið upp og leikið stærra hlutverk en menn bjuggust við, á kostnað Laporte.

Í gær héldu þeir Stones og Dias hreinu í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn PSG. City vann leikinn 2-0 og leikur til úrslita seint í mánuðinum, Dias var valinn maður leiksins í gær fyrir frammistöðu sína.

Dias hefur leikið 29 leiki í úrvalsdeildinni og skorað eitt mark. City er langefst í deildinni og hefur þegar lyft deildabikarnum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner