Það var staðfest í morgun að Trent Alexander-Arnold sé á förum frá Liverpool eftir tímabilið. Samningur hans við félagið rennur út og hann ætlar sér að fara til Real Madrid.
„Eftir 20 ár hjá Liverpool FC er nú tími til að staðesta að ég er á förum eftir tímabilið. Þetta er klárlega erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á lífsleiðinni," segir Trent í myndbandstilkynningu.
„Eftir 20 ár hjá Liverpool FC er nú tími til að staðesta að ég er á förum eftir tímabilið. Þetta er klárlega erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á lífsleiðinni," segir Trent í myndbandstilkynningu.
Þetta er eflaust erfið ákvörðun fyrir Alexander-Arnold og spurning hvort hún sé rétt þar sem Liverpool virðist vera á mikilli uppleið núna.
Mirror ákvað eftir þessi tíðindi að taka saman lista af leikmönnum sem sáu eftir ákvörðun sinni að yfirgefa Liverpool. Það er spurning hvort Alexander-Arnold verði í þessum hópi eftir nokkur ár.
Philippe Coutinho - Barcelona borgaði 142 milljónir punda til þess að kaupa Coutinho en það gekk ekkert upp hjá honum þar, og hefur ferill hans síðustu ár verið að fjara út.
Jordan Henderson - Var fyrirliði Liverpool til margra ára en ákvað að elta peningana til Sádi-Arabíu. Hann sá strax eftir því en spilar í dag fyrir Ajax í Hollandi.
Michael Owen - Var besti leikmaður í heimi þegar hann var hjá Liverpool en fann sig engan veginn í Madríd.
Sadio Mane - Var hluti af ótrúlgu sóknartríói hjá Liverpool en passaði ekki inn í hlutina hjá Bayern München.
Divock Origi - Varð að költhetju hjá Liverpool eftir að hann skoraði sigurmarkið gegn Barcelona í Meistaradeildinni fyrir nokkrum árum, en það hefur lítið gengið upp hjá honum síðan.
Athugasemdir