Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 05. júní 2020 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Griezmann: Það verður skrítið að spila með enga áhorfendur
Franski landsliðsmaðurinn Antoine Griezmann segir að það verði afar sérstakt að spila án stuðningsmanna er Barcelona mætir Mallorca þann 13. júní í fyrsta leik eftir langt hlé.

Ekkert hefur verið spilað í spænsku deildinni í tæpa þrjá mánuði en hún fer aftur af stað í næstu viku.

Kórónaveiran hefur haft skæð áhrif á Spáni sem og í öðrum löndum í heiminum en það verður spilað án áhorfenda út tímabilið. Það er eitthvað sem Griezmann og aðrir leikmenn eru ekki vanir.

„Fyrsti leikurinn verður á Mallorca en það verður mjög skrítið að spila án áhorfenda. Þetta verður í fyrsta skiptið sem ég upplifi þetta," sagði Griezmann í beinni útsendingu á Twitch.

Griezmann hefur skorað 14 mörk í 37 leikjum á tímabilinu en hann kom til félagsins frá Atlético Madríd á síðasta ári.
Athugasemdir