Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   fös 05. júní 2020 22:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári Ársæls: Standið aldrei verið verra - Stoltur af liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara pirraður aldrei gaman að tapa. Það hefði verið fínt að ná kannski þremur æfingum fyrir þennan leik en ekki tveimur. Njarðvík bara góðir í dag, skemmtilegt lið ," sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Smára, eftir 0-4 tap gegn Njarðvík í Mjókurbikarnum í kvöld.

Viðtalið í heild sinni má sjá og hlusta á spilaranum hér fyrir ofan.

„Við fengum eitt fínt færi í stöðunni 0-1 og þá átti hann nafni minn frábæra tæklingu þegar Hjörvar var sloppinn í gegn. Fitnessið er svo ekki betra en þetta eins og kannski sést. Ég er samt stoltur af liðinu mínu, ungir strákar að spila sinn fyrsta leik, Benni, Garðar og Axel mjög skemmtilegir strákar. Fyrirfram áttum við kannski 10% séns í þessum leik en mér fannst þetta gaman."

„Nei, nei nei, alls ekki sáttur með standið. Það hefur aldrei verið verra. Ég spilaði með tak í bakinu síðustu 25 og ég er bara stoltur að hafa klárað 90, orðum það þannig,"
sagði Kári aðspurður með standið á sjálfum sér og líðan eftir leik. Kári var á miðjunni í leiknum, mun hann spila þar í sumar?

„Það leit út fyrir að ég væri frjáls af því ég var ekki að halda stöðu nægilega vel, var bara þreyttur. Það er bara að spila sig í stand, þýðir ekki að vera svona í sumar."

„Ég veit það ekki ennþá, við höfum ekkert sest niður og rætt markmiðin. Ég held að markmiðið sé að hafa eina góða æfingu, þar sem flestir mæta, hafa svolítið gaman og gott klefachill."

Athugasemdir