Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mán 05. júní 2023 17:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ríkissjóðurinn kaupir stærstu félögin - Fleiri stjörnur væntanlegar
Cristiano Ronaldo leikur með Al Nassr í Sádí-Arabíu.
Cristiano Ronaldo leikur með Al Nassr í Sádí-Arabíu.
Mynd: Getty Images
Ríkissjóðurinn í Sádí-Arabíu, PIF (Public Investment Fund), hefur keypt fjögur af stærstu félögunum þar í landi. Ríkissjóðurinn á einnig Newcastle United á Englandi.

Al-Ittihad, Al-Nassr og Al-Hilal, sem enduðu í þremur efstu sætum úrvalsdeildarinnar í Sádí-Arabíu á nýafstöðnu tímabili, eru núna í eigu PIF. Það er Al-Ahli einnig.

Þetta er hluti af því að fá stærri stjörnur í fótboltann í Sádí-Arabíu. Cristiano Ronaldo spilar fyrir Al-Nassr og Karim Benzema, gamall liðsfélagi Ronaldo hjá Real Madrid, er að ganga í raðir Al-Ittihad.

Þá er Lionel Messi með stórt tilboð frá Al-Hilal. Ef Benzema og Messi fara til Sádí-Arabíu þá þýðir það sigurvegarar 13 af síðustu 14 Ballon d'Or verðlauna væru að spila þar í landi.

Stjórnvöld í Sádí-Arabíu hafa mikið verið að nota íþróttir upp á síðkastið fyrir hvítþvott á landinu, til þess að bæta slæmt orðspor landsins. Það segir sig sjálft að ef leikmenn eins og Benzema, Messi og Ronaldo eru allir að spila í Sádí-Arabíu að þá muni orðspor landsins batna að einhverju leyti.


Athugasemdir
banner
banner