Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   fim 05. júlí 2018 13:52
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Blikar vilja vinna titla
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, býst við erfiðum leik á laugardaginn þegar leikið verður gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Eyjamenn unnu flottan 3-0 sigur gegn Grindavík í síðasta leik.

Breiðablik vann 4-1 þegar liðið mætti ÍBV í fyrstu umferð deildarinnar en Ágúst býst við erfiðari leik núna.

„Þeir hafa sýnt að þeir hafa mjög gott skyndisóknarlið og refsa vel. Þeir gerðu það gegn Grindavík í síðasta leik. Eyjamenn líta vel út og verða bara betri eftir því sem líður á sumarið. Við verðum að vera tilbúnir í alla staði," segir Ágúst.

Elfar Freyr Helgason hefur ekki spilað síðustu leiki vegna meiðsla en hans bataferli miðar vel.

„Það styttist í hann. Hann er búinn að vera frá í fjórar vikur, það eru kannski tvær vikur eftir. Hann er byrjaður að æfa aðeins og ætti að vera klár um miðjan mánuðinn eða seint í honum."

„Við erum enn í baráttunni á öllum vígstöðum. Við erum í þriðja sæti í deildinni og komnir í undanúrslit í bikarnum. Við viljum gera enn betur og við viljum vinna titla. Þá er gott að vera ekki langt frá öllu."

Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikarsins í dag en þar mun Breiðablik leika gegn Víkingi R. eða Víkingi Ó. í ágúst.

„Þetta verður erfiður leikur. Við verðum að vera vel gíraðir í þetta," segir Ágúst en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Leikir 12. umferðar Pepsi-deildarinnar:

fimmtudagur 5. júlí
18:30 KA-Fjölnir (Akureyrarvöllur)
19:15 KR-Valur (Alvogenvöllurinn)

laugardagur 7. júlí
12:15 FH-Grindavík (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍBV-Breiðablik (Hásteinsvöllur)
16:00 Keflavík-Stjarnan (Nettóvöllurinn)

mánudagur 9. júlí
19:15 Fylkir-Víkingur R. (Egilshöll)
Athugasemdir
banner
banner