Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   fim 05. júlí 2018 13:52
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Blikar vilja vinna titla
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, býst við erfiðum leik á laugardaginn þegar leikið verður gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Eyjamenn unnu flottan 3-0 sigur gegn Grindavík í síðasta leik.

Breiðablik vann 4-1 þegar liðið mætti ÍBV í fyrstu umferð deildarinnar en Ágúst býst við erfiðari leik núna.

„Þeir hafa sýnt að þeir hafa mjög gott skyndisóknarlið og refsa vel. Þeir gerðu það gegn Grindavík í síðasta leik. Eyjamenn líta vel út og verða bara betri eftir því sem líður á sumarið. Við verðum að vera tilbúnir í alla staði," segir Ágúst.

Elfar Freyr Helgason hefur ekki spilað síðustu leiki vegna meiðsla en hans bataferli miðar vel.

„Það styttist í hann. Hann er búinn að vera frá í fjórar vikur, það eru kannski tvær vikur eftir. Hann er byrjaður að æfa aðeins og ætti að vera klár um miðjan mánuðinn eða seint í honum."

„Við erum enn í baráttunni á öllum vígstöðum. Við erum í þriðja sæti í deildinni og komnir í undanúrslit í bikarnum. Við viljum gera enn betur og við viljum vinna titla. Þá er gott að vera ekki langt frá öllu."

Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikarsins í dag en þar mun Breiðablik leika gegn Víkingi R. eða Víkingi Ó. í ágúst.

„Þetta verður erfiður leikur. Við verðum að vera vel gíraðir í þetta," segir Ágúst en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Leikir 12. umferðar Pepsi-deildarinnar:

fimmtudagur 5. júlí
18:30 KA-Fjölnir (Akureyrarvöllur)
19:15 KR-Valur (Alvogenvöllurinn)

laugardagur 7. júlí
12:15 FH-Grindavík (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍBV-Breiðablik (Hásteinsvöllur)
16:00 Keflavík-Stjarnan (Nettóvöllurinn)

mánudagur 9. júlí
19:15 Fylkir-Víkingur R. (Egilshöll)
Athugasemdir
banner
banner