Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fim 05. júlí 2018 13:52
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Blikar vilja vinna titla
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, býst við erfiðum leik á laugardaginn þegar leikið verður gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Eyjamenn unnu flottan 3-0 sigur gegn Grindavík í síðasta leik.

Breiðablik vann 4-1 þegar liðið mætti ÍBV í fyrstu umferð deildarinnar en Ágúst býst við erfiðari leik núna.

„Þeir hafa sýnt að þeir hafa mjög gott skyndisóknarlið og refsa vel. Þeir gerðu það gegn Grindavík í síðasta leik. Eyjamenn líta vel út og verða bara betri eftir því sem líður á sumarið. Við verðum að vera tilbúnir í alla staði," segir Ágúst.

Elfar Freyr Helgason hefur ekki spilað síðustu leiki vegna meiðsla en hans bataferli miðar vel.

„Það styttist í hann. Hann er búinn að vera frá í fjórar vikur, það eru kannski tvær vikur eftir. Hann er byrjaður að æfa aðeins og ætti að vera klár um miðjan mánuðinn eða seint í honum."

„Við erum enn í baráttunni á öllum vígstöðum. Við erum í þriðja sæti í deildinni og komnir í undanúrslit í bikarnum. Við viljum gera enn betur og við viljum vinna titla. Þá er gott að vera ekki langt frá öllu."

Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikarsins í dag en þar mun Breiðablik leika gegn Víkingi R. eða Víkingi Ó. í ágúst.

„Þetta verður erfiður leikur. Við verðum að vera vel gíraðir í þetta," segir Ágúst en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Leikir 12. umferðar Pepsi-deildarinnar:

fimmtudagur 5. júlí
18:30 KA-Fjölnir (Akureyrarvöllur)
19:15 KR-Valur (Alvogenvöllurinn)

laugardagur 7. júlí
12:15 FH-Grindavík (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍBV-Breiðablik (Hásteinsvöllur)
16:00 Keflavík-Stjarnan (Nettóvöllurinn)

mánudagur 9. júlí
19:15 Fylkir-Víkingur R. (Egilshöll)
Athugasemdir
banner