Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 12:42
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: RÚV 
Víkingur ætlar að áfrýja rauðu spjöldunum
Sölvi Geir Ottesen var öskuillur er hann gekk af velli og skiljanlega
Sölvi Geir Ottesen var öskuillur er hann gekk af velli og skiljanlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. í Pepsi Max-deild karla, segir í viðtali við RÚVað félagið hyggst áfrýja rauðu spjöldunum sem liðið fékk í 2-0 tapinu gegn KR í gær.

Mikið hefur verið rætt og ritað um leikinn sem fór fram í Frostaskjólinu í gær en Helgi Mikael Jónasson dæmdi leikinn og var dómgæslan helst til umræðu.

Kári Árnason var rekinn af velli á 25. mínútu er hann tók Kristján Flóka Finnbogason niður sem var að sleppa í gegn. Sölvi Geir Ottesen var svo sendur í sturtu á 78. mínútu en Pablo Punyed ýtti honum á Stefán Árna Geirsson og taldi Helgi Mikael að Sölvi hafi reynt að slá til hans.

Halldór Smári Sigurðsson var þá rekinn af velli á 85. mínútu fyrir tæklingu.

„Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að ekkert af þessu sé spjald. Spjaldið á Sölva var bara grín, honum er greinilega ýtt á manninn og Halli [Halldór Smári], þessi ljúfi drengur, mér fannst eins og skriðþunginn hefði farið með hann í 50/50 tæklingu. Hann var ekkert með lappirnar hátt uppi. En svo Kári, það má alveg færa rök fyrir því að Kristján Flóki hafi brotið á honum í aðdraganda," sagði Arnar við RÚV.

Arnar segir að Víkingur hyggst áfrýja þessum spjöldum.

„Við þurfum eitthvað að fara í það, ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki alveg reglurnar, hvort það sé hægt að áfrýja og hvort það sé tekið mark á einhverjum myndbandsupptökum. Ef ekki held ég að við munum áfrýja bara til að hreyfa því máli í framkvæmd, til að fá það þá kannski í gegn á næsta ársþingi. Það er sorglegt ef það kemur í ljós að þetta eru áberandi ekki rauð spjöld, þá finnst mér leikmannana vegna að þeir fái því rift," sagði hann ennfremur við RÚV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner