Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 05. júlí 2021 22:29
Sverrir Örn Einarsson
Maggi: Búnir að vera að finna taktinn
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei ég er að sjálfsögðu ekki sáttur. Að fá jöfnunarmark á okkur hérna í lokin. Við skorðum sigur mark á 94.mínútu síðast en höfum svo sem verið hinu megin við borðið í sumar en eins og sagt er svekkjandi núna. En heilt yfir var ég mjög ánægður með spilamennsku strákanna í dag. “
Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar aðspurður hvort hann væri sáttur eftir 3-3 jafntefli hans manna gegn Grindavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  3 Afturelding

Jafnteflið þýðir þó stig í sarpinn fyrir lið Aftureldingar sem hefur verið á góðu róli í síðustu leikjum og eru taplausir í síðustu 4 leikjum sínum.

„Engin spurning við erum búnir að vera að finna taktinn og erum á góðu skriði og skorum fín mörk hérna í dag. Það er erfitt að koma hingað og mæta Grindavík sem eru hörkulið og ekkert agalegt að gera jafntefli hérna en við vildum vinna og sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. “

Félagaskiptagluginn er nú opinn og hefur Afturelding þegar sótt sér styrkingu. Er von á frekari fréttum af leikmannamálum?

„Við fengum Anton Loga á láni frá Breiðablik í síðustu viku og hann lagði upp sigurmark í síðasta leik og skoraði í þessum og hann er að koma mjög öflugur inn í þetta hjá okkur. En það getur verið að við bætum meira við og það er ljóst því við erum að missa leikmenn út í skóla til Bandaríkjanna þannig að við þurfum að stækka og styrkja hópinn en hvað það verður kemur í ljós. “

Sagði Magnús en allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner