Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 05. júlí 2021 22:29
Sverrir Örn Einarsson
Maggi: Búnir að vera að finna taktinn
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei ég er að sjálfsögðu ekki sáttur. Að fá jöfnunarmark á okkur hérna í lokin. Við skorðum sigur mark á 94.mínútu síðast en höfum svo sem verið hinu megin við borðið í sumar en eins og sagt er svekkjandi núna. En heilt yfir var ég mjög ánægður með spilamennsku strákanna í dag. “
Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar aðspurður hvort hann væri sáttur eftir 3-3 jafntefli hans manna gegn Grindavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  3 Afturelding

Jafnteflið þýðir þó stig í sarpinn fyrir lið Aftureldingar sem hefur verið á góðu róli í síðustu leikjum og eru taplausir í síðustu 4 leikjum sínum.

„Engin spurning við erum búnir að vera að finna taktinn og erum á góðu skriði og skorum fín mörk hérna í dag. Það er erfitt að koma hingað og mæta Grindavík sem eru hörkulið og ekkert agalegt að gera jafntefli hérna en við vildum vinna og sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. “

Félagaskiptagluginn er nú opinn og hefur Afturelding þegar sótt sér styrkingu. Er von á frekari fréttum af leikmannamálum?

„Við fengum Anton Loga á láni frá Breiðablik í síðustu viku og hann lagði upp sigurmark í síðasta leik og skoraði í þessum og hann er að koma mjög öflugur inn í þetta hjá okkur. En það getur verið að við bætum meira við og það er ljóst því við erum að missa leikmenn út í skóla til Bandaríkjanna þannig að við þurfum að stækka og styrkja hópinn en hvað það verður kemur í ljós. “

Sagði Magnús en allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner