Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 05. júlí 2021 22:29
Sverrir Örn Einarsson
Maggi: Búnir að vera að finna taktinn
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei ég er að sjálfsögðu ekki sáttur. Að fá jöfnunarmark á okkur hérna í lokin. Við skorðum sigur mark á 94.mínútu síðast en höfum svo sem verið hinu megin við borðið í sumar en eins og sagt er svekkjandi núna. En heilt yfir var ég mjög ánægður með spilamennsku strákanna í dag. “
Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar aðspurður hvort hann væri sáttur eftir 3-3 jafntefli hans manna gegn Grindavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  3 Afturelding

Jafnteflið þýðir þó stig í sarpinn fyrir lið Aftureldingar sem hefur verið á góðu róli í síðustu leikjum og eru taplausir í síðustu 4 leikjum sínum.

„Engin spurning við erum búnir að vera að finna taktinn og erum á góðu skriði og skorum fín mörk hérna í dag. Það er erfitt að koma hingað og mæta Grindavík sem eru hörkulið og ekkert agalegt að gera jafntefli hérna en við vildum vinna og sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. “

Félagaskiptagluginn er nú opinn og hefur Afturelding þegar sótt sér styrkingu. Er von á frekari fréttum af leikmannamálum?

„Við fengum Anton Loga á láni frá Breiðablik í síðustu viku og hann lagði upp sigurmark í síðasta leik og skoraði í þessum og hann er að koma mjög öflugur inn í þetta hjá okkur. En það getur verið að við bætum meira við og það er ljóst því við erum að missa leikmenn út í skóla til Bandaríkjanna þannig að við þurfum að stækka og styrkja hópinn en hvað það verður kemur í ljós. “

Sagði Magnús en allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner