Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   mán 05. júlí 2021 22:29
Sverrir Örn Einarsson
Maggi: Búnir að vera að finna taktinn
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei ég er að sjálfsögðu ekki sáttur. Að fá jöfnunarmark á okkur hérna í lokin. Við skorðum sigur mark á 94.mínútu síðast en höfum svo sem verið hinu megin við borðið í sumar en eins og sagt er svekkjandi núna. En heilt yfir var ég mjög ánægður með spilamennsku strákanna í dag. “
Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar aðspurður hvort hann væri sáttur eftir 3-3 jafntefli hans manna gegn Grindavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  3 Afturelding

Jafnteflið þýðir þó stig í sarpinn fyrir lið Aftureldingar sem hefur verið á góðu róli í síðustu leikjum og eru taplausir í síðustu 4 leikjum sínum.

„Engin spurning við erum búnir að vera að finna taktinn og erum á góðu skriði og skorum fín mörk hérna í dag. Það er erfitt að koma hingað og mæta Grindavík sem eru hörkulið og ekkert agalegt að gera jafntefli hérna en við vildum vinna og sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. “

Félagaskiptagluginn er nú opinn og hefur Afturelding þegar sótt sér styrkingu. Er von á frekari fréttum af leikmannamálum?

„Við fengum Anton Loga á láni frá Breiðablik í síðustu viku og hann lagði upp sigurmark í síðasta leik og skoraði í þessum og hann er að koma mjög öflugur inn í þetta hjá okkur. En það getur verið að við bætum meira við og það er ljóst því við erum að missa leikmenn út í skóla til Bandaríkjanna þannig að við þurfum að stækka og styrkja hópinn en hvað það verður kemur í ljós. “

Sagði Magnús en allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner