Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   mán 05. júlí 2021 22:29
Sverrir Örn Einarsson
Maggi: Búnir að vera að finna taktinn
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei ég er að sjálfsögðu ekki sáttur. Að fá jöfnunarmark á okkur hérna í lokin. Við skorðum sigur mark á 94.mínútu síðast en höfum svo sem verið hinu megin við borðið í sumar en eins og sagt er svekkjandi núna. En heilt yfir var ég mjög ánægður með spilamennsku strákanna í dag. “
Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar aðspurður hvort hann væri sáttur eftir 3-3 jafntefli hans manna gegn Grindavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  3 Afturelding

Jafnteflið þýðir þó stig í sarpinn fyrir lið Aftureldingar sem hefur verið á góðu róli í síðustu leikjum og eru taplausir í síðustu 4 leikjum sínum.

„Engin spurning við erum búnir að vera að finna taktinn og erum á góðu skriði og skorum fín mörk hérna í dag. Það er erfitt að koma hingað og mæta Grindavík sem eru hörkulið og ekkert agalegt að gera jafntefli hérna en við vildum vinna og sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. “

Félagaskiptagluginn er nú opinn og hefur Afturelding þegar sótt sér styrkingu. Er von á frekari fréttum af leikmannamálum?

„Við fengum Anton Loga á láni frá Breiðablik í síðustu viku og hann lagði upp sigurmark í síðasta leik og skoraði í þessum og hann er að koma mjög öflugur inn í þetta hjá okkur. En það getur verið að við bætum meira við og það er ljóst því við erum að missa leikmenn út í skóla til Bandaríkjanna þannig að við þurfum að stækka og styrkja hópinn en hvað það verður kemur í ljós. “

Sagði Magnús en allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner