Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 05. júlí 2021 22:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar: Furðulegt að markaskorari láti sig detta einn á móti markmanni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann góðan 2-1 sigur á KA í Pepsi Max deildinni á Dalvíkurvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 1 -  2 KR

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld.

„Frábær sigur, ánægður með þrjú stig og sá lið inná vellinum sem var tilbúið að berjast fyrir hvorn annan sem maður stundum saknar en ekki alltaf, það var einn og einn leikur sem við höfum ekki nægilega þéttir saman en við sýndum það í dag frá byrjun, ekki síst eftir að við vorum einum færri."

Kristján Flóki Finnbogason fékk rautt spjald í leiknum. Tvö gul á hálfri mínútu. Fyrst fyrir tuð og síðan tæklingu á Sveini Margeiri, hvað fannst Rúnari um þessa dóma?

„Ég sá ekki seinna gula spjaldið sem að Kristján Flóki fékk en mér skilst að það hafi verið réttmætt gult spjald en fyrra spjaldið var 'soft' af því að menn eru eitthvað að rífast og kvarta yfir dómum sem þeir vildu fá en fengu ekki."

„Hann vildi til dæmis fá vítaspyrnu þegar hann var kominn einn í gegn, furðulegt að hann skuli láta sig detta þegar markaskorari er kominn einn á móti markmanni en það var ekkert dæmt og hann var ósáttur við það og fékk gult spjald fyrir tuð, það kemur í bakið á mönnum en það er hluti af þessu og Flóki þarf að læra af þessu.
Athugasemdir
banner