Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mán 05. júlí 2021 22:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar: Furðulegt að markaskorari láti sig detta einn á móti markmanni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann góðan 2-1 sigur á KA í Pepsi Max deildinni á Dalvíkurvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 1 -  2 KR

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld.

„Frábær sigur, ánægður með þrjú stig og sá lið inná vellinum sem var tilbúið að berjast fyrir hvorn annan sem maður stundum saknar en ekki alltaf, það var einn og einn leikur sem við höfum ekki nægilega þéttir saman en við sýndum það í dag frá byrjun, ekki síst eftir að við vorum einum færri."

Kristján Flóki Finnbogason fékk rautt spjald í leiknum. Tvö gul á hálfri mínútu. Fyrst fyrir tuð og síðan tæklingu á Sveini Margeiri, hvað fannst Rúnari um þessa dóma?

„Ég sá ekki seinna gula spjaldið sem að Kristján Flóki fékk en mér skilst að það hafi verið réttmætt gult spjald en fyrra spjaldið var 'soft' af því að menn eru eitthvað að rífast og kvarta yfir dómum sem þeir vildu fá en fengu ekki."

„Hann vildi til dæmis fá vítaspyrnu þegar hann var kominn einn í gegn, furðulegt að hann skuli láta sig detta þegar markaskorari er kominn einn á móti markmanni en það var ekkert dæmt og hann var ósáttur við það og fékk gult spjald fyrir tuð, það kemur í bakið á mönnum en það er hluti af þessu og Flóki þarf að læra af þessu.
Athugasemdir
banner