Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 05. júlí 2022 22:52
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Níu leikmenn Elliða tóku stig af toppliðinu
Elliði gerði jafntefli við Víði
Elliði gerði jafntefli við Víði
Mynd: Twitter
Andri Júlíusson skoraði tvisvar fyrir Kára
Andri Júlíusson skoraði tvisvar fyrir Kára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Laufdal skoraði mark Augnabliks
Arnar Laufdal skoraði mark Augnabliks
Mynd: Augnablik
Viðir er áfram í efsta sæti 3. deildar karla eftir 1-1 jafntefli gegn Elliða í kvöld. Sindri vann þá góðan 5-2 sigur á Vængjum Júpiters.

Hermann Þór Ragnarsson og Abdul Bangura skoruðu báðir tvö mörk í sigri Sindra en liðið gerði öll fimm mörkin í fyrri hálfleiknum.

Sindri er í 3. sæti deildarinnar með 18 stig, tveimur stigum á eftir Víði og KFG.

Víðir gerði 1-1 jafntefli við Elliða í Árbænum. Hlynur Magnússon kom Elliða yfir á 25. mínútu en Jóhann Þór Arnarsson jafnaði úr vítaspyrnu á 56. mínútu. Þröstur Sæmundsson var rekinn af velli fyrir brot innan teigs.

Sjö mínútum fyrir leikslok missti Elliði annan mann af velli er Sverrir Rafn Sigmundsson fékk rauða spjaldið. Þrátt fyrir það tókst liðinu að halda út og lokatölur 1-1. Víðir er áfram á toppnum með betri markatölu en KFG sem gerði 1-1 jafntefli við Dalvík/Reyni.

KFS vann botnlið KÁ, 2-1. Víðir Þorvarðarson gerði sigurmark KFS á 78. mínútu. KFS er í 8. sæti með 12 stig. Kormákur/Hvöt gerði þá 1-1 jafntefli við Augnablik. Arnar Laufdal Arnarsson kom Augnablik yfir en Hilmar Þór Kárason jafnaði fyrir Kormák/Hvöt um miðjan síðari hálfleikinn. Augnablik er í 7. sæti með 14 stig en Kormákur/Hvöt í 9. sæti með 10 stig.

ÍH tapaði öðrum leik sínum í röð er liðið heimsótti Kára í Akraneshöllina. Kári hafði þar sigur, 4-2, þar sem Andri Júlíusson skorað tvö en Kári er í 6. sæti með 16 stig á meðan ÍH er í næst neðsta sæti með 9 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Sindri 5 - 2 Vængir Júpiters
1-0 Hermann Þór Ragnarsson ('10 )
2-0 Hermann Þór Ragnarsson ('11 )
3-0 Ibrahim Sorie Barrie ('20 )
3-1 Jónas Breki Svavarsson ('26 )
4-1 Abdul Bangura ('39 )
5-1 Abdul Bangura ('41 )
5-2 Sólon Kolbeinn Ingason ('72 )

Dalvík/Reynir 1 - 1 KFG
0-1 Kári Pétursson ('26 )
1-1 Númi Kárason ('86 )

Elliði 1 - 1 Víðir
1-0 Hlynur Magnússon ('25 )
1-1 Jóhann Þór Arnarsson ('56 , Mark úr víti)
Rautt spjald: ,Þröstur Sæmundsson , Elliði ('55)Sverrir Rafn Sigmundsson , Elliði ('83)

Kormákur/Hvöt 1 - 1 Augnablik
0-1 Arnar Laufdal Arnarsson ('34 )
1-1 Hilmar Þór Kárason ('66 )

KFS 2 - 1 KH
0-1 Eyþór Örn Eyþórsson ('33 )
1-1 Ásgeir Elíasson ('72 )
2-1 Víðir Þorvarðarson ('78 )
Rautt spjald: Borgþór Eydal Arnsteinsson , KFS ('88)

Kári 4 - 2 ÍH
1-0 Andri Júlíusson ('28 )
2-0 Hilmar Halldórsson ('30 )
3-0 Arnar Már Kárason ('36 )
3-1 Pétur Hrafn Friðriksson ('55 )
3-2 Pétur Hrafn Friðriksson ('68 )
4-2 Andri Júlíusson ('76 , Mark úr víti)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner