Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   mán 05. ágúst 2024 12:30
Sölvi Haraldsson
Góð leið fyrir Víkinga
Víkingur fer til Lettlands eða Andorra ef þeir vinna eistana.
Víkingur fer til Lettlands eða Andorra ef þeir vinna eistana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rétt í þessu var dregið hvaða liði sigurvegarinn úr einvígi Víkings Reykjavík og FC Flora Tallinn mætir í næstu umferð í umspili Sambandsdeildarinnar.


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

Sigurvegarinn úr einvíginu mætir annaðhvort UE Santa Coloma frá Andorra eða DK RFS frá Lettlandi. Tapliðið úr því einvígi mætir Víkingum eða FC Flora Tallinn.

En þar sem þetta einvígi, milli Santa Coloma og DK RFS, er í umspili Evrópudeildarinnar en ekki Sambandsdeildarinnar fá Víkingar tapliðið í næstu umferð en ekki sigurvegarana skyldu Víkingar vinna eistana.

Víkingar mæta FH-ingum í Kaplakrikanum í kvöld en fyrsti leikur þeirra gegn FC Flora Tallinn er á fimmtudaginn í Víkinni. Viku seinna fara þeir til Eistlands.

Víkingar slógu Egnatia úr leik í umspili Sambandsdeildarinnar í seinustu viku. Eftir að hafa tapað heimaleiknum 1-0 sýndu þeir þroskaða frammistöðu í útileiknum og unnu 2-0 sigur.


Athugasemdir
banner