Stærsti og mest áberandi styrktaraðili Manchester United, Snapdragon, eru sagðir vilja kaupa nafnréttinn á hinum sögufræga leikvangi Manchester United, Old Trafford.
Snapdragon, dótturfyrirtæki alþjóðlega tæknirisans Qualcomm, var tilkynnt í síðasta mánuði sem nýr treyjustyrktaraðili Manchester United.
Um er að ræða þriggja ára samning að verðmæti 180 milljónir punda. Þeir eru nú þegar að vinna með United að fjölda tækninýjunga, sem kosta kringum 50 milljóna punda, á æfingasvæði félagsins.
Don McGuire, markaðsstjóri Qualcomm, sagði þegar United voru staddir í æfingarferð í Bandaríkjunum: ‚Old Trafford er Old Trafford, það ætti alltaf að vera Old Trafford.‘
Qualcomm er að vinna náið með United í að gera æfingasvæði félagins, Carrington, upp ásamt því að gera bæta leikvanginn þeirra, Old Trafford, frá sjónarhóli tækni og nýsköpunar.
‚Við erum að vinna mjög náið með teyminu okkar að endursköpun Old Trafford og Carrington frá sjónarhóli tækni og nýsköpunar.‘ bætti Don síðan við.
Old Trafford hefur alltaf heitið Old Trafford en hann er jafnan kallaður Leikhús Draumanna. Það verður fróðlegt að sjá hvort Snapdragon kaupi nafnréttinn á vellinum.