Haukar og Njarðvík áttust við í alvöru fallbaráttu leik í 20. umferð Inkasso deild karla.
Það má segja að aðeins annað liðið hafi mætt til leiks í kvöld en Haukar sýndu algjöra yfirburði í leik kvöldsins.
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvík var allt annað en sáttur eftir erfiðan leik.
„Þetta er ömurlegt, við ætluðum okkur að mæta í hörkuleik en við mættum ekki til leiks."
Það gekk lítið upp hjá Njarðvík í dag og allt sem þeir reyndu gekk ekki upp gegn vel skipulögðu liði Hauka.
„Það er ennþá möguleiki og það eru tveir leikir eftir sem við getum náð í sex stig úr þeim. Það var stór möguleiki fyrir okkur í dag að fara uppfyrir Haukana en við vorum langt frá því og áttum ekkert skilið úr þessum leik."
Njarðvík mætir Gróttu í næstu umferð þar sem liðið verður að ná sér í þrjú stig til að halda í vonir þess um að halda sér í deildinni.
Athugasemdir