Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 05. september 2020 14:39
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: KH tapaði - Úrslitaleikir gegn Árborg framundan
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Úrslit hafa borist úr fjórum leikjum í 4. deildinni þar sem Hvíti riddarinn hleypti mikilli spennu inn í toppbaráttu D-riðils.

Mosfellingar tóku á móti KH og voru marki undir þegar Aroni Inga Kevinssyni var skipt inn á 73. mínútu.

Sá breytti heldur betur gangi mála þar sem hann skoraði tvennu á lokakaflanum og tryggði frábæran 3-2 sigur.

Þetta þýðir að KH er áfram í öðru sæti fyrir síðustu tvær umferðirnar, þó aðeins tveimur stigum fyrir ofan Árborg.

KH og Árborg eigast við í næstu tveimur umferðum og keppa því úrslitaleiki um annað sætið. Kría trónir á toppinum með fimm stiga forystu.

D-riðill:
Hvíti riddarinn 3 - 2 KH
0-1 Sigfús Kjalar Árnason ('14)
1-1 Haukur Hall Eyþórsson ('60)
1-2 Eyþór Örn Þorvaldsson ('62)
2-2 Aron Ingi Kevinsson ('79)
3-2 Aron Ingi Kevinsson ('90)



Í C-riðli er Hamar búinn að tryggja sér toppsætið á meðan hart er barist um annað sætið.

Ísbjörninn tók á móti Skallagrími í mikilvægum leik í toppbaráttunni og höfðu heimamenn betur, 3-0.

Berserkir skoruðu þá sjö gegn KM á meðan Hamar setti sex gegn Samherjum.

C-riðill:
Hamar 6 - 1 Samherjar
0-1 Eysteinn Bessi Sigmarsson ('14)
1-1 Friðrik Örn Emilsson ('23)
2-1 Samuel Andrew Malson ('30)
3-1 Magnús Ingi Einarsson ('61)
4-1 Jón Bjarni Sigurðsson ('67)
5-1 Atli Þór Jónasson ('72)
6-1 Pétur Geir Ómarsson ('86)

Ísbjörninn 3 - 0 Skallagrímur
1-0 Orats Reta Garcia ('59)
2-0 Milos Bursac ('67)
3-0 Milos Bursac ('84)

Berserkir 7 - 0 KM
1-0 Sölvi Þrándarson ('3)
2-0 Kormákur Marðarson ('7)
3-0 Kormákur Marðarson ('30)
4-0 Vilhjálmur Ingi Ingólfsson ('45)
5-0 Kormákur Marðarson ('54, víti)
6-0 Sölvi Þrándarson ('74)
Rautt spjald: Bilal Fathi, KM ('85)

Það tekur tíma fyrir stöðutöflurnar að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner