Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus er að fá Chiesa - Douglas Costa aftur til Bayern
Federico Chiesa mun berjast við Dejan Kulusevski og nafna sinn Federico Bernardeschi um byrjunarliðssæti.
Federico Chiesa mun berjast við Dejan Kulusevski og nafna sinn Federico Bernardeschi um byrjunarliðssæti.
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano greindi frá stórum fréttum í gærkvöldi þegar hann sagði að Juventus væri að krækja í Federico Chiesa frá Fiorentina. Þeir fjólubláu ætla að fá Jose Callejon á frjálsri sölu til að fylla í skarðið.

Chiesa er ítalskur landsliðsmaður sem hefur gert 34 mörk í 152 leikjum á fjórum árum hjá Fiorentina. Hann verður 23 ára síðar í október og er hægri kantmaður að upplagi en getur einnig leikið á vinstri kanti eða sem fremsti sóknarmaður.

Chiesa á 19 landsleiki að baki fyrir Ítalíu og kemur á tveggja ára lánssamningi til Juventus. Juve greiðir 2 milljónir fyrir fyrsta árið, 8 milljónir fyrir annað árið og er svo með kaupskyldu uppá 40 milljónir til viðbótar ef ákveðnum skilyrðum er mætt. Í heildina mun Juve því greiða 50 milljónir fyrir Chiesa.

Chiesa tekur stöðu Douglas Costa í liði Juventus en Brasilíumaðurinn er á leið aftur til Evrópumeistara FC Bayern.

Juve keypti Costa frá Bayern fyrir tveimur árum fyrir 40 milljónir evra. Hann fer til Bayern á eins árs lánssamning. Bæjarar greiða ekkert fyrir samninginn en borga full laun. Kantmaðurinn er með samning við Juve til 2022.
Athugasemdir
banner
banner