Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   mán 05. október 2020 10:02
Magnús Már Einarsson
Liverpool fær engan í dag - Gætu selt Marko Grujic
Liverpool mun ekki fá nýjan leikmann áður en félagaskiptaglugginn lokar að sögn James Pearce hjá The Athletic.

Liverpool gæti hins vegar selt leikmenn í dag og þar á meðal er serbneski miðjumaðurinn Marko Grujic.

Þýska félagið Werder Bremen vill fá Grujic í sínar raðir en hann hefur verið á láni hjá Hertha Berlin undanfarin tvö ár.

Liverpool vill ekki lána Grujic aftur en félagið vonast til að selja hann á tuttugu milljónir punda.

Xherdan Shaqiri og Harry Wilson eru tveir aðrir leikmenn sem gætu farið frá Liverpool í dag.
Athugasemdir