Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. október 2020 22:53
Ívan Guðjón Baldursson
PSG fær Rafinha frá Barcelona (Staðfest)
Mynd: Getty Images
PSG er búið að næla sér í brasilíska miðjumanninn Rafinha Alcantara, yngri bróður Thiago sem gekk í raðir Liverpool fyrr í sumar og frænda Rodrigo sem gekk í raðir Leeds United.

Rafinha kemur frá Barca en samningur hans við félagið hefði runnið út á næsta ári og því borgar PSG ekkert kaupverð. Börsungar vildu þó ekki hleypa Rafinha alveg frítt frá sér og munu þeir fá 35% af næstu sölu leikmannsins auk þriggja milljóna evra í árangurstengdar greiðslur.

Rafinha er 27 ára og á 90 leiki að baki fyrir Barcelona. Hann skoraði 4 mörk í 30 leikjum að láni hjá Celta Vigo á síðustu leiktíð.

Nú er hann orðinn einn af mörgum miðjumönnum PSG og þarf að hafa betur gegn mönnum á borð við Leandro Paredes og Marco Verratti til að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner