mið 05. október 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Haaland eða Lewandowski? - „Ég hefði aldrei spilað fyrir Bolton"
Thierry Henry
Thierry Henry
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þremenningarnir Thierry Henry, Jamie Carragher og Micah Richards voru í gær, eins og á öllum Meistaradeildarkvöldum, spekingar á CBS Golazo, en þar var tekist á um ágæti þeirra Erling Braut Haaland og Robert Lewandowski.

Lewandowski, sem hefur verið með langbestu framherjum heims síðasta áratuginn. Það sést á mörkunum sem hann hefur verið að skila fyrir bæði Borussia Dortmund og Bayern München, en hann gekk í raðir Barcelona í sumar.

Erfitt verkefni miðað við allt sem er í gangi hjá Barcelona, en hann heldur áfram að skila sömu tölum og alltaf. Hann er með 12 mörk í öllum keppnum og hefur skorað sex deildarleiki í röð í La Liga.

Haaland á meðan hefur verið mjög stöðugur síðustu ár hjá bæði RB Salzburg og Borussia Dortmund ásamt því að raða inn með norska landsliðinu.

Hann færði sig yfir til Manchester City í sumar og töldu allir að hann þyrfti nú að aðlagast deildinni. Það var alls ekki raunin því Haaland er með 14 deildarmörk í 8 leikjum ásamt því að hafa skorað 3 mörk í Meistaradeildinni.

Haaland hefur skorað þrjár þrennur í síðustu þremur heimaleikjum Man City og er hann sá eini sem hefur afrekað það í deildinni, en Richards spurði Henry hvor þeirra væri að hafa meiri áhrif og var Frakkinn ekki alveg sammála því að Haaland væri að hafa meiri áhrif á leik Man City en Lewandowski hjá Barcelona.

„Ég veit það ekki, það er allt annað dæmi. Eins og ég hef alltaf sagt þá þarftu að ráða rétta leikarann fyrir réttu bíómyndina. Haaland er fullkominn leikari fyrir þetta lið. En þegar þú spilar fyrir annað lið; ég meina ég hefði aldrei spilað fyrir Bolton. Ertu eitthvað klikkaður?" sagði Henry og spurði, en Carragher og Richards skellihlógu þegar hann lét þessi sterku ummæli falla.

„Þetta er það sem ég er að segja. Ef ég væri að spila þessu löngu bolta undir stjórn Sam Allardyce þá hefði ég yfirgefið völlinn í hálfleik. Það er enginn að segja að Haaland sé ekki að gera vel og að áhrifin séu ekki frábær. Ég er að segja að Lewandowski hefur alveg haft jafn mikil áhrif eins og Haaland hjá Man City."

„Ef þú horfir á þá staðreynd að Man City var á toppnum í deildinni á síðasta tímabili. Voru þeir að berjast um eitthvað? Var Barcelona á toppnum í deildinni? Nei, það var ekki þannig. Ég er ekki alltaf að tala um mörk eða það sem þú gerir. Sumar týpur af leikmönnum hafa áhrif með því að gera eitthvað eða þeir koma með eitthvað."

„Tökum sem dæmi Gabriel Jesus. Þú sérð hvað hann kemur með inn í liðið. Það er hugarfar sigurvegarans. Það eru ekki margir í þessu Barcelona-liði sem hafa unnið eitthvað. Þú ert með nokkra gamla sem gerðu það, en flestir sem gerðu það ekki."

„Það sem Lewandowski kemur með ásamt því að skora mörk er hvernig allir spila í kringum hann. Þú sérð hvernig þeir tala þegar hann er þarna, en það er enginn að draga úr því hvað Haaland er að gera. Það sem hann er að gera er náttúrlega heimskulegt og ég meina á góðan hátt,"
sagði Henry.
Athugasemdir
banner
banner