Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 05. október 2022 20:03
Brynjar Ingi Erluson
Jonni Inga: Það er bara að sýna hjarta og klára dæmið
Jón Ingason í baráttunni í leik gegn FH fyrr í sumar
Jón Ingason í baráttunni í leik gegn FH fyrr í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Jón Ingason var hæstánægður með 2-1 sigur ÍBV á FH í Bestu deild karla í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 FH

Eyjamenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur í botnbaráttunni gegn FH-ingum og eru nú fjórum stigum frá fallsæti eftir sigurinn.

Þetta var mikill baráttuleikur við erfiðar aðstæður á Hásteinsvelli en Eyjamenn gátu nýtt sér það enda þekkja þeir þessar aðstæður vel.

„Fyrst og fremst mjög sáttur að klára leikinn og klára þessi þrjú stig. Það er það sem þetta snérist um í dag. Þetta er fyrsti leikur af fimm og koma til baka eftir smá pásu er sterkt að byrja á sigri eftir skiptingu. Þetta var karaktersigur í dag og liðið sýndi hjarta og það er það sem liðið sýndi í dag. Það er bara sýna hjarta og klára dæmið."

„Þetta eru svosem ekki óvenjulegar aðstæður í Vestmannaeyjum á þessum árstíma sérstaklega. Við erum svosem þokkalega vanir þessu og það hefur verið fínt veður en það hefur komið svona veður inn á milli sem hefur hjálpað til í undirbúningnum. Við höfum allir spilað í svona veðri og smá golu og ekkert sem við getum kvartað yfir því. Þurfum bara að nýta okkur það á réttan hátt og mér fannst við gera það ágætlega í dag. Ætluðum að láta vindinn vinna fullmikið fyrir okkur í fyrri hálfleik en fundum taktinn og kláruðum dæmið."

„Mér fannst við byrja mjög vel og af krafti. Búnir að bíða lengi eftir að komast út á völl en svo kom smá kafli þar sem það slaknaði aðeins á okkur. Við hleypum þeim inn í leikinn með marki sem ég tek á mig. Ég átti manninn í horninu en mér fannst brotið á mér en það er bara ég. Við komum til baka og það er það sem skiptir máli og þegar leikurinn er flautaður af erum við með þrjú stig og það var markmiðið í dag,"
sagði Jón við Fótbolta.net.

Ólafur Guðmundsson jafnaði metin fyrir FH á 33. mínútu en Jón fannst brotið á sér í hornspyrnunni.

„Það verður smá 'chaos' eins og er oft í hornum. Fullorðnir menn að kljást og ég stíg upp í Óla. Ég fæ olnboga beint í barkakýlið og dett í kjölfarið. Kannski skrifast það á mig og ég á að standa það af mér og ýta frá mér á móti en mér fannst brotið á mér og mér bregður. Ég er varnarmaður og ég á að klára varnarvinnuna hvort sem það er í opnum leik eða föstum leikatriðum og mér fannst samt sem áður brotið á mér og hefði skilið það ef það hefði verið dæmt á mig á hinn veginn. Sem betur fer voru strákarnir frábærir og liðið allt í heild og við kláruðum þetta. Við komum til baka, mikill karakter og frábært að fagna inn í klefa."

„Þetta var 'chaos' og menn út um allt og menn taka ekki eftir því í hita leiksins. Ég fer í hann og fæ hendina á honum beint í hálsinn á mér og ég veit það ekki. Við bökkum hvorn annan upp og þó menn hafi ekki öskrað og gargað eftir það þetta gerist en allir aðrir og liðsfélagarnir bökkuðu mig upp í kjölfarið og kláruðu leikinn og það er það sem skiptir máli,"
sagði Jón ennfremur, en hann ræðir meiðslin sem hann steig upp úr og samningamálin í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir