Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 05. nóvember 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Elís Rafn framlengir við Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elís Rafn Björnsson er búinn að framlengja samning sinn við Stjörnuna til tveggja ára og verður hann því í Garðabæ út leiktímabilið 2022.

Þetta eru fínustu fréttir fyrir Stjörnuna en Elís Rafn gekk fyrst í raðir félagsins í fyrra. Hann spilaði tólf leiki á nýafstöðnu keppnistímabili og fékk nýjan samning að launum.

Elís Rafn er fæddur 1992 og uppalinn hjá Fylki þar sem hann lék yfir 100 leiki áður en hann skipti til Fjölnis og svo Stjörnunnar.

„Knattspyrnudeild bindur miklar vonir við þennan fjölhæfa leikmann næstu tvö árin," segir í færslu á Facebook síðu Stjörnunnar.

Stjarnan gerði vel á Íslandsmótinu í sumar og endaði í þriðja sæti þegar mótið var blásið af, með jafn mörg stig og Breiðablik en leik til góða.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner