Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, spilaði sinn þrjúhundruðasta leik fyrir félagið fyrr í kvöld. Tottenham hafði þar betur gegn Ludogorets í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Þar skoraði Kane sitt tvöhundruðasta mark fyrir Tottenham í þrjúhundruðasta leiknum.
Þetta er ansi fullnægjandi tölfræði en það sem vekur enn meiri athygli er að 100 markanna komu á heimavelli og 100 á útivelli.
Kane hefur verið talinn til bestu sóknarmanna heims undanfarin ár og hefur aldrei skorað minna en 20 mörk á fullu tímabili.
Athugasemdir