Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 06. febrúar 2021 23:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þótti Gylfi koma sterkur inn á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 69. mínútu gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Carlo Ancelotti tók þá ákvörðun að byrja með Gylfa á bekknum þrátt fyrir að Gylfi hafði skorað fjögur mörk og lagt upp eitt í sjö deildarleikjum á Old Trafford, fyrir leikinn í kvöld.

Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli þar sem Dominic Calvert-Lewin jafnaði metin undir blálokin.

Adam Jones, blaðamaður Liverpool Echo, var ánægður með innkomu Gylfa í leikinn. Hann gefur íslenska landsliðsmanninum sömu einkunn og hetju Everton í leiknum, Calvert-Lewin. Báðir fá þeir sjö en aðeins Tom Davies fékk hærra en það. Hann fékk átta.

„Kom inn á sterka miðju og stóð sig virkilega vel á þeim tíma sem hann fékk inn á vellinum í að hjálpa Everton," skrifaði Jones um frammistöðu Gylfa.
Athugasemdir
banner
banner