Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. febrúar 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
Matthaus vill að Neuer verði sviptur fyrirliðabandinu
Neuer á æfingu hjá Bayern.
Neuer á æfingu hjá Bayern.
Mynd: EPA
Lothar Matthaus lætur Manuel Neuer heyra það og segir að markvörðurinn eigi ekki lengur skilið að vera fyrirliði Bayern München.

Neuer skapaði usla í Þýskalandi þegar hann tjáði sig um brottrekstur vinar síns, markvarðaþjálfarans Toni Tapalovic. Þýskir fjölmiðlar segja að Tapalovic hafi verið að leka upplýsingum frá þjálfarateyminu inn í leikmannahópinn.

Tapalovic var svaramaður í brúðkaupi Neyer.

„Þetta kom upp úr þurru, fyrir Toni líka. Ég skil þetta alls ekki. Þetta var högg, það var þegar búið að slá mig niður og þá leið mér eins og hjartað hafi verið rifið úr mér. Þetta er það grimmilegasta sem ég hef upplifað á ferlinum og ég hef upplifað ýmislegt,“ sagði Neuer í viðtali,

Matthaus er goðsögn hjá Bæjurum og hefur lítinn húmor fyrir hegðun Neuer, sem er á meiðslalistanum eftir að hafa meiðst á skíðum fyrir máramót.

„Hann fór á skíði af gáleysi og ræðst núna harkalega á félagið opinberlega. Sagði hann ekki fyrir nokkrum vikum að enginn væri stærri en félagið? Svo kemur hann með þetta," segir Matthaus.

„Það sem fór í taugarnar á mér varðandi viðtalið var ýkt orðanotkun hans. Hjartað var rifið úr honum, með fullri virðingu þá dó enginn og enginn er alvarlega veikur. Það var starfsmaður látinn fara sem var honum náinn."

Sem stendur er Bayern á toppi Bundesligunnar, stigi á undan Union Berlín og þremur stigum á undan Borussia Dortmund þegar 19 umferðir eru búnar.
Athugasemdir
banner
banner