Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 06. febrúar 2024 09:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stig mögulega tekin af Chelsea ef félagið rekur Pochettino
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: EPA
Chelsea er í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-4 tap gegn Úlfunum á heimavelli á sunnudag og það er mikil pressa að myndast á Mauricio Pochettino, stjóra liðsins.

Það hefur verið mikið talað um það í enskum fjölmiðlum hvort að hann verði rekinn eða ekki, en samkvæmt Daily Mail þá er ólíklegt að það gerist á næstunni.

Ástæðan er fjárhagslegs eðlis en það myndi kosta Chelsea um 10 milljónir punda að reka Pochettino.

Félagið hefur eytt gríðarháum fjárhæðum í leikmenn á undanförnum misserum og er í hættu á að brjóta fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar.

Ef félagið rekur Pochettino núna, þá gæti það sett Chelsea yfir strikið og sett Lundúnafélagið í hættu á að tapa stigum. Því þarf Todd Boehly, eigandi Chelsea, líklega að sýna þolinmæði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner