Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. apríl 2020 14:18
Hafliði Breiðfjörð
Launalækkanir í ítölsku deildinni og hjá enska sambandinu
Mynd: Getty Images
Félög í ítölsku A-deildinni hafa kosið einróma að lækka launakostnað um allt að þriðjung vegna kórónaveirufaraldursins.

Haldinn var fjarfundur milli þeirra í morgun en viðræður við ítölsku leikmannasamtökin hafa gengið illa.

Juventus var eina ítalska A-deildarfélagið sem ekki tók þátt í kosningunni en Ítalíumeistararnir voru búnir að ræða við sína leikmenn um launaskerðingu.

Þá hefur enska knattspyrnusambandið staðfest að landsliðsþjálfararnir Gareth Southgate og Phil Neville hafi tekið á sig 30% launalækkanir.

Hæstlaunuðu starfsmenn sambandsins hafa allir tekið á sig launalækkanir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner