fim 06. maí 2021 22:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildareinkunnir: De Gea og Coquelin bestir
De Gea reyndist Rómverjum erfiður
De Gea reyndist Rómverjum erfiður
Mynd: EPA
Coquelin gegn Ödegaard
Coquelin gegn Ödegaard
Mynd: EPA
Cavani fagnar marki í kvöld
Cavani fagnar marki í kvöld
Mynd: EPA
Manchester United og Villarreal munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar seinna í þessum mánuði. United sló í kvöld Roma úr leik þrátt fyrir 3-2 tap og Villarreal gerði markalaust jafntefli á Emirates vellinum. United vann fyrri leik sinn 6-2 og Villarreal vann 2-1 á Spáni.

Á Emirates var Francis Coquelin valinn maður leiksins af fréttaritara Sky Sports. Hann er fyrrum leikmaður Arsenal. Thomas Partey fær lægstu einkunn eða fjóra í liði Arsenal. Alls fengu fjórir leikmenn Villarreal átta í einkunn en Pablo Mari fékk hæstu einkunn í liði Arsenal, eða sjö.

Í Róm var David de Gea maður leiksins en þrátt fyrir að hafa fengið á sig þrjú mörk var hann frábær í marki gestanna. De Gea varði einhver tíu skot í leiknum og kom í veg fyrir stærra tap. Edinson Cavani fékk næsthæstu einkunn eða átta.

Einkunnagjöf Sky Sports:
Arsenal 0 - 0 Villarreal

Arsenal: Leno (6), Bellerin (4), Holding (6), Mari (7), Tierney (6), Partey (4), Smith Rowe (6), Odegaard (5), Pepe (6), Aubameyang (6), Saka (5).

Varamaður: Martinelli (6)

Villarreal: Rulli (5), Pedraza (7), Pau Torres (8), Raul Albiol (8), Gaspar (7), Parejo (8), Coquelin (8), Trigueros (7), Gerard Moreno (6), Chukwueze (6), Alcacer (6).

Varamaður Bacca (6)

Maður leiksins: Francis Coquelin.


Roma 3 - 2 Manchester Utd
0-1 Edinson Cavani ('39 )
1-1 Edin Dzeko ('57 )
2-1 Bryan Cristante ('60 )
2-2 Edinson Cavani ('68 )
3-2 Nicola Zalewski ('83 )

Roma: Mirante (6), Karsdorp (7), Smalling (6), Ibanez (6), Peres (5), Cristante (7), Mancini (6), Pedro (7), Pellegrini (7), Mkhitaryan (7), Dzeko (7).

Varamenn: Santon (6), Mayoral (6), Darboe (6), Zalewski (7).

Man Utd: De Gea (9), Wan-Bissaka (6), Bailly (6), Maguire (6), Shaw (6), Van de Beek (5), Fred (7), Greenwood (6), Fernandes (7), Pogba (6), Cavani (8).

Varamenn: Mata (n/a), Rashford (6), Telles (5), Matic (6), Williams (5).

Maður leiksins: David de Gea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner