Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 06. maí 2021 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Magnús Sverrir spilar aftur með Reyni í sumar
Mynd: Reynir Sandgerði
Markavélin Magnús Sverrir Þorsteinsson mun spila áfram með Reyni Sandgerði í sumar en hann var gríðarlega mikilvægur partur af liðinu í fyrra.

Magnús Sverrir er goðsögn hjá Keflavík þar sem hann lék yfir 300 keppnisleiki á 17 árum hjá félaginu áður en hann lagði skóna á hilluna 2016.

Magnús, sem verður 39 ára í september, reif skóna af hillunni í fyrra og skoraði þá 15 mörk í 14 deildarleikjum er Reynir komst upp úr 3. deildinni.

Það eru því mikil gleðitíðindi fyrir Reynismenn að þessi kempa ætli að spila áfram með félaginu í sumar, en Magnús var leikmaður ársins hjá Reyni í fyrra.

„Ég get varla beðið eftir að mótið byrji og bíð spenntur eftir að klæðast Reynistreyjunni að nýju, enda Reynir með skemmtilegt lið í sumar," sagði Magnús Sverrir, en fyrirtæki hans Blue Car Rental er styrktaraðili Reynis.

Það verður áhugavert að fylgjast með Magga í 2. deild en hann hefur aldrei spilað í henni áður.
Athugasemdir
banner
banner